snjórinn virðist vera að gefast upp fyrir sólinni *jeij* fyrir því 🙂 Það er meiraðsegja farið að vera sæmilega hlýtt yfir daginn *enþámeirajeij* samt skítakuldi fyrst á morgnana og á kvöldin.. ég gæfi alveg heilan helling fyrir að hafa litla græn hérna úti ENNN ég held að skvísan sem keypti hann af mér sé farið að klæja í fingurgómana eftir að fá að keyra hann (mig minnir að hún verði 17 í apríl). Við kaupum okkur baraasta bíl þegar við komum heim… verður barasta að hafa það 😉
en já bráðum kemur vorið, get varla beðið.. ég hef ekki gengið svona mikið í sokkabuxum síðan ég var smákrakki! ogggg þá fer maður kannski að asnast til þess að nota þessi pils sín meira 😀 þó það þýði að maður þurfi að vera í sokkabuxum *hahaha*
Við erum búin að eyrnamerkja flugmiðana 😀 ætlum að skella okkur í einhverja turtildúfuferð í haust. Skoðuðum áfangastaði flugleiða í evrópu og erum með útilokunaraðferðina í gangi.. so far er það ekki Glasgow, Manchester, London, Köben eða Osló.
en jæja best að fara að gera eitthvað af viti.. annað en að hangsa í tölvunni *hehe*
Ég sem hélt að þú ætlaðir að bjóða MÉR með þér ? :'( 😉
hummm jahá spurning.. hvað býðuru ? getur dílað við hann bróður þinn *haha*
en við
hehe, þetta eru nú bara 2 miðar :hmm: 😛