jæja… það ætti að vera rétt að koma tilkynnning í “kallkerfinu” hjá Flugleiðarvélinni frá Kastrup um að hafið sé aðflug að Keflavík og svo framvegis.. jebb Iðipiði farin 🙁
Helgin er búin að líða óþarflega hratt og við svosem búin að gera ýmislegt… eins og að grandskoða H&M, eyða smá aur þar líka 😆 eins og gengur og gerist, og aðrar túristabúllur sem stórkaupmannahafnarsvæðið býður uppá skoðaðar. Heimsóttum Möggu frænku og auðvitað litlu hafmeyjuna.. Stjáni frændi var reyndar sofandi þannig að við fengum ekkert að sjá hann.. *uhh* 😉
Ég held að Iðunn hafi alveg tekið í sama streng og við LS með það að taka ágætis sveig í burtu þegar við rákumst á íslendinga í verslunarkeðjunum hérna.. alveg merkilegt hvað maður er gjarn á þetta.. Íslendingur í verslunum = forðast, en hinsvegar ef það eru íslendingar sem eru eitthvað að vesenast í kringum lestar eða strætókerfið þá er maður oftar en ekki fljótur að benda á eitthvað 🙂
Við fórum auðvitað með Iðunni á uppáhalds indverska staðinn okkar 😀 ekki hægt að láta hann framhjá sér fara ef maður er eitthvað fyrir kryddaðan mat!!! Bombay virkar annsi vel fyrir þann markhóp *Hehe*
En eins og ég sagði þá var helgin alltof fljót að líða og frábært að fá hana Iðipiði mína til okkar 🙂 Takk fyrir heimsóknina snúllan mín – við sjáumst svo í júní 😉
Iðipiði & Dagný á Kastrup rétt fyrir brottför © Dagný Ásta
p.s.
ég er búin að setja útvaldar myndir inn á albúmið okkar.
Ég er sök !!! Ég skoða síðuna ykkar yfirleitt á hverjum degi – fer þennen venjulega rúnt. Sum blogg eru skemmtilegri en önnur 😉
*Gaman að sjá mynd af frænku:)
Kv. Lára
Jæja, komin heim í heiðardalinn til Tinna sæta sem kúrir hjá mér.
Takk ofsalega vel fyrir mig, snúðarnir mínir. Þetta var gaman og gott og yndislegt að sjá hvað fer vel um ykkur. Knús og kram og tel niður fram í júní.
P.s. munið eftir ostinum 😉