– æj ég væri nú alveg til í að það hætti að snjóa… ég er komin með jólalög á fullt í hausnum enda er þetta svona ekta jólasnjór…
– Annars þá var ég að pæla… undanfarið ca hmmm hvað ár (give or take a few weeks) er ég búin að vera að dunda mér við að bíta í tunguna á mér út af ákveðnum atriðum sem ég ræð ekkert við 🙂 þarf bara að læra að lifa með þeim, gengur sennilegast of hægt. aníhú ég fór að pæla um daginn hvort ég fari nú ekki bráðum að fara í gengnum tunguna á mér *haha* hmm ætli ég geti stoppað upp í gatið með svona tungulokki.. hey ég fell þá í tískuna *híhí* neeee ég er ekki alveg svo slæm 😉 hvorki með bitið né að langa í svona lokk 😀
– Það er alltaf gaman að því þegar maður fær að kynnast fólki upp á nýtt. Ég hef verið að kynnast einstaklingi í vinnunni upp á nýtt síðustu vikur, þessi aðili fékk annsi fljótt stimpil á sig eftir að ég hitti viðkomandi fyrst í haust. og nei þessi stimpill var ekki neitt sérstaklega góður EN undanfarið höfum við verið að spjalla og ég er ekkert smá sátt við þá staðreynd að viðkomandi er ekki eins mikill “aumingi” og fyrstu kynni gáfu til kynna 🙂 bara gaman að því.
– Mér finnst það alveg dásamleg staðreynd að við getum sent tæplega 200 myndir í framköllun hérna í baunalandi og með sendingarkostnaði og sköttum að borga rétt tæpar 220 dkr fyrir! hvað kostar myndin heima??? var ekki stk á 35kr? ég er að fá allavegana 3 myndir fyrir 1. Dásamlegt alveg hreint.. þegar þessi skammtur kemur í hús þá verðum við skötuhjúin búin að fylla rúmlega 2 albúm (200myndaalbúm) bara af myndum sem við höfum tekið á meðan við höfum verið búsett hérna. Við ákváðum það strax og við fundum þetta tilboð að við myndum ekki spara þegar kæmi að svona atriðum sem viðhalda minningunum. Það er sennilegast líka ein af ástæðunum fyrir því hversu “myndavélaóð” við getum verið. Það eru ekki allir alveg sáttir við myndavélarnar í kringum okkur *hahaha* Framköllunarþjónustan sem við notum er í gegnum Bilka og myndin er á 95aura 🙂 ooogggg ef einhver vill nýta þetta þá er ykkur auðvitað velkomið að láta senda myndirnar hingað í Vejledalinn, veit ekki hvort þeir séu tilbúnir til þess að senda útfyrir baunalandið.
– ég trúi því ekki enþá að það séu bara litlir 3 mánuðir eftir! tíminn flýgur!
– Iðipiði kemur á morgun og ætlar að vera fram á mánudag… ætlum að bralla eitthvað skemmtilegt um helgina – vona bara að snjórinn fari minnkandi og að hitastigið fari hærra en bara í 0°c eins og það er núna. Samt er ekkert sérstaklega kalt, ég er bara orðin leið á þessum vetri 🙂
Rosalega eruði dugleg að láta framkalla myndirnar. Mínar eru alltaf á leiðinni 😉
Ég er líka mjööööög sammála með þennan snjó, hér er allt á kafi, strætó í algjöru hakki og gengur illa ef þá yfir höfuð og svo er allt of kalt!!
Knús og kram skvís.
það er í sjálfu sér ekkert kalt hérna… amk ekkert miðaðvið hvernig hefur verið undanfarið þ.e. ÁÐUR en það fór að snjóa!
en hann má alveg fara að fara o:)
Ég er ekkert smá sátt við þetta myndastúss.. í þokkabót þá sendi ég þessar myndir inn hvenær í fyrradag? og þær voru að koma í póstinum 😀
Það er kannski ekkert svo kalt hérna heldur, þ.e.a.s. á mælunum, en það er samt allt of kalt 😀 Í fyrra var næstum komið “vor” á þessum tíma, þeir eru búnir að seinka því um nokkrar vikur í ár :hmm:
Vá, það tók ekki langan tíma! Kannski maður taki ykkur til fyrirmyndar og fari að drífa í að framkalla…