Úff, það er búið að vera svo kalt hérna undanfarið. Ofninn uppi á lofti hefur aldrei ráðið við kuldann og nú er ofninn inní svefnherbergi hættur að ráða við álagið. Við heyrðum að það hefði verið 15 °C hiti á Akureyri í síðustu viku :hmm:
Annars lofaði einn prófessorinn minn áðan að það yrði komið vor eftir þrjár vikur. Snjókoman áðan var nú ekkert til að gera þau orð trúlegri en við kjósum að trúa þessu. Indverji í skólanum sem var hérna síðasta vetur sagði að þá hefði ekki verið nærri eins kalt og það hefði bara snjóað einu sinni. Danirnir trúa því alls ekki að það sé ekki svona kalt á Íslandi.
8 thoughts on “Bráðum kemur betri tíð”
Comments are closed.
úúfff ég er náttrúlega BARA fegin því að planið með að hafa svefnherbergið uppi á lofti hafi klikkað!!!!
Elsku kellingin er svona kalt í danalandinu. ? á Íslandinu góða hefur varla snjóað í vetur. Það kom jú gusa í þrjá fjóra daga eða svo, enn svo vitum við ekki um meiri snjó. Útlendingarnir úti á landi kvarta reyndar aðeins yfir kulda enn ekki nærri eins og Danir í Damnörku. enn núna í kvöld hjá okkur í höfuðborginni er 2stiga frost. smá kuldi.
Það hlýtur að fara vora hjá ykkur núna. 🙂
Annars vildi ég segja þér hvað þetta er orðin flott síða hjá þér eftir að þú breyttir útlitinu. Ekki að hin hafi ekki verið í lagi, þessi er bara flottari.
Hafðu það svo gott og njóttu hvers dags
hey, ég vil að það vori á morgun!
Þú hefur heyrt þennan áður “snjórinn má fyrir mér vera fyrir norðan eða til fjalla” jafnvel í Danmörku bara ekki nálægt mér. Hér er ca -2-3gráður og heisskýrt. Allavega það gott veður að ég er farinn að vinna aftur. Flott síða .
Kveðja og farið vel með ykkur.
Æ Æ vildi að ég hefði vitað það fyrr svo hægt hefði að senda ykkur lopasokka og þess háttar með Iðunni. Kíkti á Yahoo veðurspá f. Kbh. og það er bara snjókoma svo langt sem séð verður. Virka ofnarnir ekki almennilega? En svo kemur vorið bara eins og hendi sé veifað allt í einu. Verður komið um mánaðamótin mars/apríl – hehehe kveðja – mom
Ég er bara búin að vera í pilsi og stuttum buxum undafarna daga í veðurblíðunni hér í Mosó – veit að vísu ekki hvernig þetta er í Reykjavíkinni!!!! 😉
Þetta er nú svosem ekkert hræðilegt. Okkur vanhagar ekki um neitt, svo það er alveg óþarfi að senda hlý föt. Enda á að fara að vora fljótlega. Það kom okkur bara á óvart að fá svona harðann vetur hérnma.
heheh, þetta er kannski ekki alveg svona slæmt að það þurfi að senda meira af fötum 🙂 erum einmitt farin að huga að því hvort við ættum ekki að fara að senda eitthvað heim 😉
Annars þá er búið að vera í kringum frostmark í dag þannig að hluti af snjónum er orðinn að yndislegu SLABBBI!