jæja best að senda inn smá fréttaeitthvað af okkur turtildúfunum 😉
lífið
lífið er svona við það að komast í fastar skorður eftir Kanarí 😉 skólinn að komast hægt og rólega í rétt horf og vinnan farin að gera mig alveg, já látum það bara nægja 😉 merkilegt hvað sumir eiga EKKI heima í yfirmannsstörfum.
Við erum búin að vera að fara í gegnum það hvað við ætlum að gera þegar við komum heim og það er svona að komast mynd á það… byrjunar dvalarstaður er allavegana að komast á hreint, LS kominn með pottþétta vinnu (þó svo að það sé ekki komið á hreint í hvaða landshluta það verður) og ég svona farin að huga að því að senda CV-ið mitt út, eða hreinskrifa það og finna út hvaða fyrirtæki ég myndi mögulega vilja senda það til. Úr nægu að velja *úff* spurningin er sennilegast frekar hvar ætli sé séns á að fá vinnu þegar maður getur ekki byrjað fyrr en í kringum 5 júní. Eru ekki allir skólarnir búnir að sleppa krökkunum þá og svona? *úffpúff* ég get þá alltaf rölt á milli leikskólanna í grendinni, er ekki alltaf verið að tala um manneklu á leikskólum?
Annars þá vorum við að átta okkur á því að í dag er 26.febrúar sem þýðir að í dag er akkúrat hálft ár síðan við fluttum hingað út 🙂 hálfs árs sambúð *úlalalaa* í útlandinu… efast um að næturgestagangurinn hefði verið álíka ef við hefðum bara tekið okkur til og fundið okkur litla holu á Stórreykjavíkursvæðinu *Hahah* og ekki nóg með það heldur er gestagangurinn ekki alveg yfirstaðinn 😉 Iðipiði er nefnilega að koma á föstudaginn *jeij* svo veit maður aldrei það eru alveg heilir 3 mánuðir eftir hérna *Hehe* já og svo væri náttrúlega voða gott að fá hreingerningartím hérna út þegar við förum að huga að því að skila íbúðinni *haah* ekki það að hér sé allt í rúst heldur bara til þess að fá heimsóknirnar;)
Í gær rétt eftir hádegið var dyrabjöllunni hérna á Vejledalnum hringt.. viðurkenni það fúslega að það gerist MJÖG sjaldan þar sem við vitum yfirleitt af gestagangi fyrirfram OG líka þar sem þessi gata er í þónokkrum felum þurfum við líka yfirleitt að vísa gestunum okkar veginn og erum því komin út á hlað þegar þá ber að garði 🙂 Allavegana þegar ég fór til dyra var þar kona með risa stóran blómvönd stílaðan á Leif Skúlason *hmmm* Leifur varð hálf hissa enda vissi hann ekki alveg hvað var í gangi (ég var og er saklaus) *híhí* Þar sem hann náði sér í piparsveinagráðu í gær þá voru þetta Tengdó og Sigurborg að senda honum smá svona til hamingju með gráðuna 🙂 Við fórum líka út að borða og smelltum okkur í bíó svona til tilbreytingar í tilefni dagsins, ég held reyndar að við þurfum bæði að sjá þessa mynd aftur.. fórum sko á nýju George Clooney myndina.. náðum ekki allveg innihaldi samræðnanna sem fóru fram á arabísku eða Farshi (whatever) og vorum ekki nógu fljót að átta okkur á danska textanum *Hehe* annars er myndin fín 🙂 skrítið að sjá hönkinn svona chubby, get ekki neitað því.
Til hamingju
Merkilegt hvernig stóru fréttirnar í kringum mann hlaðast alltaf niður á sama tíma 🙂 bara þessa vikuna erum við búin að vera að fá yndislegar fréttir nærri því daglega 🙂 æðislegt!
Mannkyninu fjölgaði alveg um heila 4 einstaklinga í kringum okkur en ég ætla að láta það nægja að tala um þá 2 sem standa okkur sem allra næst 🙂
Gunnar & Eva eignuðust lítinn gullmola þann 19. febrúar og rétt rúmum sólahring síðar lét gullmolinn þeirra Guðbjargar & Vignis sjá sig. Báðir gullmolarnir reyndust vera yndislegir litlir drengir. Til hamingju allir 🙂
Við fengum líka að vita að Fannar “stóribró” frændi og Rán eru búin að negla niður brúðkaupsdaginn þeirra :love: dásamlegt alveg hreint.. ég er svo ánægð fyrir Fannars hönd að hafa fundið hana Rán sína 🙂 þau eru svo perfect saman eitthvað 🙂
Myndir
við erum búin að bæta 2 nýjum albúmum í danmerkur möppuna á myndagalleryinu okkar, annað þeirra er frá Kanarí og hitt er frá Eurovisioninu hans Helga.
og að lokum kikið á þetta 🙂