jæja gott fólk.. okkur LS langar að fara út að borða á laugardaginn en erum dáldið hugmyndalaus í hvert við ættum að skella okkur.. vitum meira hvert okkur langar ekki að fara 😉 og okkur langar líka að prufa einhverja nýja veitingastaði.. þ.e. ekki þessa sem við erum búin að fara marg oft á og einnig má alveg vera smá rómóstaður 😉
er búin að vera að skoða veitingahúsahlutann á AOK en æj það segjir manni lítið að hafa nöfn á dönskum stöðum *Heh* jú ég er reyndar að skoða eftir hverskyns mat veitingahúsin bjóða upp á 🙂
hafiði einhverjar uppástungur ?
Á afmælinu mínu fórum við Einar og tengdó á rosa krúttlegan stað á hliðargötu alveg upp við Ny havn. Ég man ekki hvað hann hét, en veit nákvæmlega hvar hann er. Þar fengum við þríréttað á einhvern 300 kall. Svona select menu. Ég fékk krabba og dádýrasteik og osta (ákvað að prufa bara nýtt. Já. svo fékk ég líka danska fánann því ég átti afmæli. híhíh).. Einar fékk humarsúpu og nautalund og svo gulróta köku. Þetta var rosa fínt.
Matseðillinn hefur örugglega breyst en það er held ég hægt að skoða hann fyrir utan staðinn til að vera viss um að þar sé eitthvað djúsí í boði. Við báðum um að vera þar sem væri ekki reykt og það var ekkert mál.
Tengdó kom með blaðaúrklippu úr mogganum sem hét “Borðaðu vel í Kaupmannahöfn” eða eitthvað álíka og við fundum þennan stað sem sagt þar.
kúl…
ég fékk einmitt senda úrklippu frá múttu sem heitir 5 veitingastaðir í köben 🙂 þarf að skoða hana betur 😉
takk fyrir þetta 🙂