mér leiðast svona dagar.. það er svo margt sem ég þarf að gera og í sumum tilfellum vera búin að gera en ég hreinlega kem mér ekki að verki!
langar mest af öllu að fara bara að sofa.. geyma bara þetta dótarí sem er á stundatöflunni lengur.. hey það er búið að liggja sitja á hakanum í nokkra daga má það ekki bara vera þar fram á morgun ?? æj ætli það sé svo sniðugt.. sérstaklega þegar maður er á leið í vikufrí og getur ekki sinnt þessu allan þann tíma *dæs*
Held að þessi endanlausa ofankoma hjálpi ekki til í þessari svefnlöngun minni… það gengur nefnilega allt á afturfótunum hérna.. Danir nefnilega virðast ekki þekkja nokkuð sem heitir VETRARDEKK :hmm: og eru þar af leiðandi spólandi út um allt á sumardekkjunum sínum.. strætó 10-15 mín of seinn áðan.. reyndar var einn heilum 25 mín of seinn!!! þetta er nú meira ruglið.. allt af því að það er farið að snjóa aftur.. ég er eiginlega farin að hallast að því að það hefði verið góð hugmynd að pakka kraftgallanum niður um jólin.. og gönguskónum! þá endar maður ekki með klakakubba í stað táa og eyðileggur ekki buxurnar með því að hafa skálmarnar í endalausu saltbaði. nú eða ég hefði kannski ekki átt að selja litla græn heldur taka hann bara með *heh* neeee peningurinn kom að góðum notum 😀
annars þá er :sol: handan við hornið 😉