ég er með öllu á móti þessu stríði sem er í vændum… sérstaklega þegar ég hugsa til þess að frændi minn er nýlega kominn í herinn… og það í landhernum!!! ég er ekkert sérlega hrifin af því að vita til þess að hann eigi jafnvel eftir að lenda í einhverju rugli þarna.. hann er ekki nema hvað ári tveim eldri en ég ( get aldrei munað hvaða ár en hann á afmæli 8 dögum á eftir mér ) Annars þá finnst mér einhvernvegin að Bush sé bara að reyna að klára það sem gamli Bush gerði… allavegana skv. því sem búið er að koma fram… En eins og einhver benti mér á þá eru þeir fjölmiðlar sem bera út hellstu fréttirnar sem koma hingað eignlega allir Breskir eða Bandarískir og þar af leiðandi fáum við bara “vondukallafréttirnar” eða þannig… ef við værum að fá fréttirnar beint í æð frá miðausturlandabúum… væru þær þá ekki þannig að Bush væri vondikallinn… myndi halda það allavegana þar sem við fáum bara núna að Saddam sé vondikallinn… hvort sem hann er það eða ekki… ég stend hlutlaus í þeim málum en mér er samt illa við að það sé stríð í vændum… er ekki hægt að leysa þetta á einhvern annann hátt án þess að vera með svona hótanir…