já loksins er ég búin með þennan blessaða dúk minn.. eða því sem næst.. þarf að blikka mömmu þegar ég kem heim með að hjálpa mér að ganga frá endunum og svona þannig að hann líti sómasamlega út á fína sófaborðinu okkar í desember 🙂
Mig langar að sauma jólapóstpoka líka, svona fyrir allan þann gífurlega fjölda af jólakortum sem maður fær *jeahright*. Mér finnst það dáldið leiðinlegt að jólakortamenningin tilheyri meira eldrikynslóðinni.. mamma t.d. skrifar um 100 jólakort á ári hverju og þau hjónakornin fá álíka mörg til baka.. mér finnst þetta yndisleg hefð á aðfangadagskvöld að sitja og opna jólakortin, dást að litlu frændsystkinunum og jafnvel er þetta eina leiðin sem maður fylgist með sumum þeirra 😉 og dást líka að fallegum jólakortum, hvort sem þau eru heimagerð eða prentuð eftir listaverki eftir “Jón Jónsson” og seld til styrktar einhvers.. mér finnst þetta bara frábært 🙂
jæja best að fara að gera eitthvað meira af viti 🙂
Ég sendi alltaf jólakort þegar ég var yngri en svo hætti ég eiginlega að nenna því en þegar ég verð komin með börn þá geri ég ráð fyrir að fara að gera þetta að einhverri alvöru 😉 Hef tekið eftir því líka að fólk sem ég fékk aldrei jólakort frá byrjaði að senda eftir fyrsta barn.
til hamingju með að vera búin með dúkinn, ekkert smá flottur !!! 😀
Linda, já ætli maður fari ekki offorsi þá *Haha* mér finnst samt voðalega notalegt að senda kveðjur til þeirra sem mér finnst skipta máli í kringum mig 😉
Sigurborg, takk takk og velkomin heim frá Parí
Til hamingju með jóladúkinn. Hlakka til að sjá hann. Sammála þessu með jólakortin, þó okkar hefðir séu örðuvísi – við setjumst niður saman af og til á aðventunni og opnum það sem þá er komið.