það er svo fallegur snjór hérna þessa dagana… sérstaklega úti í skógi, fórum í smá göngutúr um daginn og tókum slatta af snjómyndum.. m.a. myndina sem ég er aðeins búin að fikta í og setja í bannerinn 🙂 fiktið er reyndar eingöngu breyta henni í sepia svona svo hún passi við útlitið á síðunni (sepia = brúntónamynd fyrir þá sem ekki vita það 😉 ) og klippa aðeins til þannig að sjónarhornið sé rétt 🙂 prufuðum líka að nota litla þrífótinn sem LS fékk í jólagjöf og komu þær myndir nokkuð vel út 🙂
annars þá er hún svona:
Annars þá er allt hið besta að frétta af okkur.. dundum okkur við ýmislegt hérna heima fyrir þar til allt fer á fullt. Skólinn byrjar hjá Leifi aftur á mánudaginn og svo erum við að fara í vikuferðalag um miðjan feb. Það er annar íslendingur farinn að vinna með mér upp á hóteli, Heiðar, kærasti Davíðs vinar hans Leifs.. frekar skrítið að geta talað íslensku í vinnunni í stað bjagaðrar dönsku og enskureddingum.
Allt semsagt rólegt í Væludalnum 😉