Er búin að vera að nördast dáldið, Iðunn vinkona bjó til svo fína broskalla á sínum tíma, í stað þessara ljótu stóru gulu og við höfum ekki fengið þá til þess að virka í nýjustu útgáfunni af WP en haldiði ekki að við höfum komist í kringum það *múhahaha* 😀 sko er hann ekki fínn? og auðvitað allir vinir hans líka :phone: :read: :sing: ofl..
fann líka hvernig ég get gert “clickable” smilies fyrir kommentakerfið þannig að það eina sem þið þurfið að gera til þess að fá broskallana til að virka þegar þið skrifið kommnent er að smella á þann broskall sem þið viljið nota 🙂
Er líka búin að vera að senda nokkrar myndir inn á netið og þær eru í Danmerkurmöppunni og svo 2 í útsaumsmöppunni 🙂 er komin aðeins lengra með jóladúkinn og kláraði að sauma afturstinginn á Tatty Teddy (ekkert smá sætar myndir).
þannig að núna eru komnar hellingur af voða fínum myndum af snjónum hérna á stórkaupmannahafnarsvæðinu, reyndar erum við að klikka á Holte en ég bæti úr því á morgun!! Fæ þá loksins að sjá nánasta umhverfið hérna í birtu eftir langa og leiðinlega vinnuviku.
:camera:Slagelseheimsókn
:camera:Snjódagur
:camera:útsaumur
Heldurðu ekki að ítalska útsaumsJÓLA blaðið hafið komið í Hagkaup núna um helgina. Loksins – ég var búin að gefa upp vonina. Stóðst það ekki – en ekki veit ég hvort ég kem því einhvern tíman í verk að sauma úr því – kemur í ljós. Kveðja- o:) o:)
heh, betra seint en aldrei!!!
fæ að kíkja í það í vor 😉