ferlega er maður stundum duglegur í að flakka á frídögunum sínum…
síðasti frídagur var nýttur í letikasti í Lundi en dagurinn í dag að kynnast ættingjum í Slagelse 🙂
yndislegt!
Annars vorum við skötuhjúin að fara yfir það hversu dugleg við höfum verið að ferðast síðasta hálfa árið eða svo..
Ísland – Danmörk – innanlands í Danmörku -Svíþjóð – Danmörk – Svíþjóð – Danmörk – innanlands í Danmörku – Ísland – Danmörk – Svíþjóð – Danmörk – innanlands Danmörku 🙂
EKki slæmt! og það á eftir að bætast við… kemur í ljós von bráðar hvert og hvenær 🙂
Smá forvitni, eru þetta Íslenskir ættingjar i Slagelse? Ég bý nefnilega í Slagelse og hef aldrei orðið vör við Íslendinga hér í bænum. En þeir hljóta nú samt að vera her eins og alstaðar annarstaðar í Danmörku.
heh, já og nei.. Ömmusystir Leifs býr þarna og hún er dönsk en talar mjög góða íslensku, dóttir hennar og fjölskylda búa þarna líka en reyndar rétt fyrir utan bæjinn, dóttirin skilur ísl en talar hana ekki 🙂
Ömmusystir hans býr í svona ellismella fjölbýli rétt hjá brautarstöðinni 🙂