spurning um að smella hérna inn smá samantekt um 2005? efast um að hún verði jafn löng og í fyrra en here goes…
janúar:
-fögnuðum nýju ári með því að stinga af í yndislega helgarferð til London, ekki amalegt það 😉
– eignaðist litla frænku sem síðar fékk nafnið Guðrún Vigdís.
– Hitti nokkra af MS vinum/kunningjum hans Leifs í fyrsta skipti.
febrúar:
– frétti að Liv Åse vinkona og fjölsk hennar væru búin að fjárfesta í huge einbýlishúsi uppi á Skaga.
– fór ásamt Lilju vinkonu á skrapp námskeið í föndru, náði algerlega að kveikja áhugan á því hjá henni 😉
– við skötuhjúin skelltum okkur í leikhús að sjá Saumastofuna.
– svo var ættarmót pabbamegin í familíunni, systkini pabba og afkomendur hittust í smátíma.
-GunnEva settu upp hringa á afmælisdaginn sinn 😉
– talaði við Gauta um mögulegan fluttning til Danmerkur um mánaðarmótin ág/sept.
mars:
– fékk að vita að Eir væri að verða stóra systir.
– Pantaði mér loksins tíma hjá lýtalækni til þess að láta fjarlægja nokkra fæðingabletti – nokkuð sem búið var að standa til í nokkur ár..
– mamma og pabbi skelltu sér í heimsókn til Ástu frænku í ameríkunni.
apríl:
– var frekar erfiður mánuður.. sérstaklega framanaf…
– 17.apríl yfirgaf Olli afi þennan heim til þess að fara og vera hjá Helgu ömmu.
– Ég var viðstödd þegar hann fór og var það í fyrsta skipti sem ég er hjá manneskju sem deyr. Ég er mjög fegin því í dag að hafa verið hjá honum, sérstaklega þar sem mamma var stödd í Texas.
– Við fórum í 2 sumarbústaði í mánuðinum, merkilegt nokk… fyrst ásamt nokkrum vinum í Munaðarnes svo með fjölskyldu Leifs í Úthlíð, ferlega notalegur tími.
– Hitti Guðmund Má lýtalækni og hann plokkaði í burtu nokkra fæðingabletti.
– iPodinnnnnnnn minn kom til landsins 🙂
maí:
– próf, ný vinna, kárahnjúkar – þetta var viðfangsefni Leifs í maí.. sá hann varla þennan mánuðinn og mjög lítið þetta sumarið.
– Kolbrún Inga & Þór Steinar fengu hvítarkollur og buðu í tilefni þess til veisluhalda..
– Eurovision var ekkert merkilegra í ár en fyrri ár.
– Nördinn ég ákvað að skipta um hýsingaraðila sem og bloggkerfi 🙂
– Við mæðgurnar fórum að sjá Mýrarljós.
– Leifur fékk jákvætt svar frá DTU, sem þýddi auðvitað bara eitt.. íbúðaleit í Danaveldi!
– Evurnar kláruðu líka sín próf og gott betur þar sem þær útskrifuðust úr sínum námum en í þetta sinn án hvítra kolla 😉
júní:
– hitti Vibe, Carsten og krakkana í fyrsta sinn.. þau buðu okkur eins mikla hjálp og við vildum þegar við flytjum út! æði!
– Fengum staðfestingu á húsnæði í HOLTE.
– mamma varð 60 ára í byrjun mánaðarins.
– Leifur átti afmæli 🙂
– Fór með SvIðasultunni og Leifi á Akureyri og þaðan með LS uppá Kárahnjúka..
– gerðist eftirlitsmaður í eina nótt 🙂
– JR frændi kom í heimsókn, stutt stopp en gaman að hitta hann 🙂
júlí:
– fengum loksins myndir af húsnæðinu okkar í Holte 😀
– Leifur fékk heimsókn upp á Kárahnjúka frá Gunnari, Árna & Grísla.
– fór í “afslöppun” í sumarbústaðinn til Lilju yfir helgi…
– Kláraði loksins fæðingarstrenginn handa Brynjari Óla.
– fékk mér loksins plugin við WordPress þar sem ég get skrifað læstar færslur.
– Víkingur & Arnbjörg fluttu inn í Svarthamrana og héldu upp á það með dúndur partýi.
– Keyptum miðann út til Danmerkur, 26.ágúst er málið
– Gerðist platskáti í einn dag með alvöruskátanum Ingu.
ágúst:
– við fórum inn í Þórsmörk yfir verslunarmannahelgina, bara notalegt
– fékk smá stresshnút í mallakút yfir konunni sem tók við af mér í SR, hún var ekki alveg að meðtaka þetta
– setti litla græn á sölu, hann var seldur daginn eftir!
– GayPride í öllu sínu veldi
– nýja Trýnan kom í stórfjölskylduna, Unnur Helga og Valur Örn eignuðust kisu og ekkert annað nafn kom víst til greina, bara sætt
– ég átti afmæli!
– slatti af öðrum líka 😉
– héldum smá svona kveðjuhóf með vinum okkar
– óMenningarnótt kom og fór
– fartölvan var keypt
– pabbi byrjaði í lyfjakúrnum
– síðasta araferðin í bili
– fengum þær fréttir að LS væri að verða föðurbróðir
– Fluttum til Danmerkur!
– fengum íbúðina okkar 🙂
– byrjuðum að versla innbú 😉
– keyptum miða á Bob Dylan tónleika
– Leifur byrjaði í skólanum
september:
– Vibe & Dúddí voru fyrstu gestirnir okkar í Vejledalinn
– tókum Túristann á Köben
– hittum GunnEvu
– fengum SVIK í heimsókn
– tókum upp aðal samgöngufarartæki dana, HJÓL
– fékk vinnu sem Stuepige á Skodsborg hotel
– túristuðumst aðeins meira með SVIK
– heimsóttum Vibe og fjölsk
– pabbi fór í geislameðferð
– fórum í heimsókn til Önnsku í Svíþjóð
– Jökull & Inga settu upp hringa
október:
– skrítin fuglahljóð í vinnunni
– vorum voðalega tæknileg og náðum að tengja tölvuna við sjónvarpið..
– innfluttningspartý hjá Önnsku í svíþjóð
– Brynjar Óli & Lilja komu í heimsókn
– Sigurborg & Robbi komu í heimsókn
– hellings verkefna vinna hjá Leifi
– hittum Guðmundu frænku niðrí Köben
– Sverrir kom í heimsókn
– fórum með Sverri á Bob Dylan í Álaborg
– ROADTRIP
– uppgötvaði Beverly Hills 90210 á TV2
– eignaðist lítinn frænda sem fékk nafnið Snær
– hittum Liv Åse og Kela í Köben
– áttuðum okkur á því hversu miklir sakleysingjar við erum þegar við áttuðum okkur á því að við vorum vitni að dópsölu.
– Annska kom í heimsókn
nóvember:
– Ása kom í heimsókn
– fórum á Sálartónleikana á Vega
– fáránlega margir íslendingar
– kynntist Mill Hill útsaumsdótinu
– jólatívolí
– heimasími og internetið kom í hús
– pabbi kláraði geislameðferðina
desember:
– julefrokost með vinnunni
– hellings verkefna vinna hjá Leifi
– próflestur
– mamma og pabbi komu í heimsókn
– jólajóla í köben
– kaaaaaaaalllllllltttttttt
– jólatívolí með Dúddí
– próftörn
– hitti Láru Maríu og fjölsk á kastrup 🙂
– jólafrí á íslandi
– seinkun á flugi
– mömmumatur
– þorláksmessurölt
– Fannar & Rán settu upp hringa
– Gleðileg jól
– spilakvöld
– ættingjar & vinir,
– heimsóknir
– gleðilegt ár 🙂