jæja ætli það sé ekki best að setja eitthvað sniðugt hingað inn 😉
Við vorum ekki lengi á klakanum í þetta skiptið en náðum þó að gera mest af því sem okkur langaði að gera. Ferðin byrjaði reyndar á stórskemmtilegri 3tíma seinkun hjá IE, sem betur fer eiginlega þar sem við fengum síðar að vita að ástæða seinkunarinnar var sú að Flugstjórinn neitaði að fljúga þessari vél þar sem bilun væri í nefhjóli vélarinnar… spennandi!!! lentum loksins kl 8 á Þorláksmessukvöld, beint á Framnesveginn í soðna ýsu og kartöflur þaðan í Álfheimana að heilsa upp á alla Álfana og svo haldið á Laugarveginn þar sem okkur tókst að finna hluta af fólkinu okkar… merkilega mikill árangur á þessu kvöldi 😉
Jólin komu og fóru með hefðbundnu pakkaflóði og ofáti 😉 spilakvöld, vinahittingar og tekið í fleiri spil. yndislegur tími, strembin en yndislegur.. þetta fær maður auðvitað fyrir það að stoppa svona stutt 😉
Við eyddum sjálfum áramótunum á Bráðræðisholti umkringd sprengjuóðum nágrönnum íbúa Birtingaholts 🙂 kíktum svo í gleði hjá íbúum Svarthamra áður en við játuðum okkur sigruð af Óla lokbrá.
Næst á dagskrá var svo bara að kveðja alla og reyna að koma sem mestu af jólagjöfunum með til Danaveldis.. tókst ekki EN það verður þá bara enn skemmtilegra að nota þær/blaða í þeim þegar við komum heim ekki satt????
Það gekk alveg ótrúlega vel að komast hingað í Væludalinn eins og hann pabbi kýs að kalla götuna sem við búum við.. eina biðin sem við lentum í var við innritunina í flugið sjálft! komum á brautarpallinn við Kastrup og rétt á eftir kom lestin á Hovedbane, skiptum um brautarpall og rétt á eftir kom Holte lestin, komum út á stoppustöð og rétt á eftir kom 170 vagninn 🙂 frábært alveg hreint 🙂
– sendi inn síðar hápunkta síðasta árs 🙂 það er allt í vinnslu – frétti að slíkt blogg hafi verið pantað af ákveðnum aðilum á gamlárskvöld *hóst*Álfar*hóst*
– er líka að fara í gegnum myndir úr jólafríinu, þær ættu að koma inn á eftir eða í kvöld 🙂
– og “hætt hefur verið við lendingu í Keflavík, munum þessvegna lenda á Egilsstöðum” er ekki lína sem maður vill láta hvísla að sér nokkrum sinnum fyrir lendingu Toby! sérstaklega ekki þegar manni hlakkar svona til að komast á Klakann 😉