tíminn líður og það styttist í heimför.
Leifur að lesa fyrir síðasta prófið á þessari önn og ég á bara 3 vinnudaga eftir á hótelinu fyrir frí. Mér skilst meiraðsegja að þetta verði frekar rólegir vinnudagar.. þarf m.a.s. ekki að mæta fyrr en kl 9 í stað 8.. sem þýðir auðvitað að ég þarf ekki að taka strætó fyrr en klst síðar en venjulega 🙂 bara notarlegt!
Við erum að verða búin að öllu nema auðvitað pakka niður fyrir heimferðina.. jólakortin fóru í póst áðan sem og 2 jólapakkar sem ferðast bara hérna innan danmerkur, fara meiraðsegja ekki út fyrir þessa eyju 😉 ég er líka búin að vera að dunda mér við að pakka inn jólapökkunum… langt síðan ég hef pakkað inn svona miklu magni af pökkum!!! Leifur sá nefnilega um að pakka inn Álfapökkunum í fyrra *hehe* en án gríns þá er þessi hrúga á gólfinu hérna barasta ágætis hrúga undir lítið jólatré 🙂 merkilegt hvað það getur verið erfitt að pakka inn sumum pökkum.. þeir vilja ekki hlýða.. vilja ekki vera inní pappírnum þegar maður er ca hálfnaður *Hehe* jæja mér hefnist kannski bara fyrir að kaupa hluti sem eru asnalegir í laginu.. oh well 😉
Ég er farin að hlakka alveg ógurlega til að koma heim 🙂 hitta alla og eyða tíma með fólkinu mínu. Ég veit vel að þetta reddast og enginn verður sár þó svo að maður nái ekki að kíkja í heimsókn eða what ever.. þetta er bara svo stuttur tími :hmm:
Annars þá er draumurinn síðan um daginn búinn að vera að trufla mig.. sé svo oft fyrir mér þegar ég loka augunum það sem var að gerast og finnst þetta allt hálf óþægilegt. Stundum hafa draumar einhverja merkingu en yfirleitt ekki.. er bara spooked með þennan…
og það síðasta er að ef einhver hefur áhuga þá setti ég myndirnar frá því að ma&pa voru í heimsókn inn í myndaalbúmið 😉