*híhí* ég var að prufa að fletta heimasímanúmerinu okkar upp á krak 😉 ég er bara skráð fyrir því ekki Leifur *híhí* reyndar vissum við það fyrir bara fyndið að sjá það svona svart á hvítu! líka fyndið að ALLIR reikningar hérna á heimilinu séu stílaðir á mig *piff* svo fær Leifur öll “skemmtilegu” bréfin.. Þegar við pöntuðum símann þá reyndum við auðvitað að láta setja bæði nöfnin inn á en gaurinn sem afgreiddi okkur hann sagði að bara annað nafnið kæmist fyrir.. hvaða prump er það?
annars þá langar okkur í jólakort:
Vejledal 10
2840 Holte
danmark
eða bara venjuleg bréf.. sættum okkur vel við þau líka :engill: Annars þá eru þessi “skemmtilegu” bréf hans Leifs bara einhver Sæmundur (tímarit frá SÍNE) og svo bréf frá henni Björgu sem er að vinna á einhverri HÍ skrifstofunni og vill endilega veita LS einhvern styrk eftir áramót (höfnum við honum ó nei)
jæja best að halda áfram að dúllast við að bæta inn nöfnum á póstlistann minn á póstur.is NB það er ein sú mesta snilldar uppfinning sem ég hef kynnst!!! maður þarf nákvæmlega EKKERT að hafa fyrir jólakortalistanum.. ekkert að fara yfir hann til að sjá hverjir hafa flutt á árinu og svo frv.. verst að það koma ekki inn á hann heimilisföngin í úttlöndum.. oh well reddum því eftir öðrum leiðum 😉
tata for now 😉