Allavegna við brölluðum ýmsilegt, fórum oft niður í Köben í jólastemninguna og nutum þess að vera saman. Verst að Leifur gat lítið verið með út af próflestri.. það er víst bara svona en hann náði þó að fara með okkur á jólahlaðborð og kíkja með okkur niður í Köben á mánudeginum (síðasta deginum þeirra).
Ég naut þessa tíma alveg í botn, yndislegt að hafa þau hérna hjá okkur. Svo eru bara 9 dagar í að við komum heim og þá get ég haldið áfram að njóta þess að vera með þeim, já svona er maður mikil mömmu & pabbastelpa.. Annars þá var það besta af öllu að sjá að pabbi var hress og ekki að sjá á honum að hann hafi verið að ganga í gegnum krabb.meðferð.
Tívolíið var skoðað fram og aftur (fer reyndar aftur í tivolí á morgun með Dúddí Leifsfrænku), Strikið, Nyhavn, Lyngby, lestar&strætókerfið og svo miðbær Malmö! Við ákváðum að breyta til og skella okkur þangað á sunnudeginum, sjá hvernig Svíar hafa það á aðventunni en ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir þokkalegum vonbrigðum… lítið sem ekkert skraut, fundum að lokum götu sem var lítill jólamarkaður, fullt af allskonar sniðugu dóti, m.a. ÍSLENSKAR gærur!!! Það fannst mér reyndar bara fyndið.
Ég verð að viðurkenna að ég tók nú ekkert gífurlegt magn af myndum en samt eitthvað.. á eftir að fara í gegnum þær og sendi þær svo inn á netið.. það er svo oft þannig að maður sér eftir því eftir á að hafa ekki tekið fleiri myndir.. þetta er einmitt eitt af þeim skiptum hjá mér.. annars var pabbi líka með vélina þeirra þannig að ég á eftir að stelast í þær myndir þegar við komum heim. Amk kíkja á þær :engill:
Við skötuhjúin erum að njóta þess núna að mæður okkar voru búnar að baka þannig að við fengum bæði uppáhalds jólakökurnar okkar *smjatt* og ekki má gleyma því að mamma hafði nýlega bakað kleinur *smjatt* og auðvitað fylgdi poki af þeim með í töskunni *hehe*
Elsku mamma og pabbi, takk fyrir komuna og allt!
Hlakka til að sjá ykkur á Þorlák
p.s.
bara fyrir pabba :
kan du høre englene synge
ótrúlega gaman að sjá hvað þið höfðuð það gott saman, ég las þessa færslu brosandi allan tímann 😉 Viltu knúsa Dúddý frænku rosa vel frá mér ? 🙂
Við hlökkum ekkert smá til að fá ykkur heim eftir nokkra daga !!! 😀
Hvenær komiði svo til íslands ?