við erum búin að vera að furða okkur á því hversvegna við erum búin að heyra santaaaaaa luciiiiiaaaaaaaaaaaaaa óma hérna í nærri því öllum sjónvarpsþáttum í dag og í kvöld og nokkrum sinnum í útvarpinu.. þar til við áttuðum okkur á því að í dag er dagur heilagrar Lúsíu 🙂
bara fyndið 🙂
p.s.
ég lofa að skrifa um heimsókn foreldranna á morgun 😉 bara búið að vera þónokkuð að gera í dag 🙂
ja það gæti vel útskýrt það hehe
einu sinni var Sigurborg lítið krútt í Lúsíuleik…Santaaa Lúsíííaaaa
Hehehe…já á ég að syngja fyrir ykkur ??? …saanta Lúcía sunnan úr löndum, leiftrar og lýsir lang….lalala….man ekki alveg textann hehe ;o) Vorum alltaf svo hræddar um að kveikja í hárinu á næstu manneskju með þessum kertum ! hehehe
heh, já ég tók þátt í þessu líka e-n tíma í Neskirkju..
ég man bara hvað ég var hrædd um þennan blessaða krans sem stelpan sem lék lúcíu var með á hausnum 😉