ég er búin að svara
-
Kollu,
Iðunni,
Sigurborgu,
Ingu Steinunni
og Hafrúnu Ástu
í sambandi við spurningalistann hér að neðan..
hann er enn opinn ef einhverjir vilja taka þátt 🙂
Annars þá er ég í því núna að reyna að fá blóðið til þess að renna niður í fingurnar og láta sængina hita táslurnar mínar, why? jú ég og foreldrarnir erum búin að vera niðrí bæ í Jólajólajóla tívolí – btw algert æði – og það er ó svo kalt úti að ég er enn hálf frosin!
bætt við 10.des:
búin að skrifa fyrir:
-
– Lindu litluskvís
– Rebekku
– Ásu
bætt við 11.des:
-
– Ósk
– Óskar
bætt við 12.des:
reyndar er það í kommentunum við þessa færslu!
-
– Inga tengdó
– Halldóra
Sæl Dagný Ásta
Flott síða hjá þér. Kveðja frá okkur hér á Framnesvegi 63 3.h. Það er allt í góðu með Framnesveg 59 ég kikka út um gluggann, Bylgjulestin var að fara framhjá.
Kveðja Kristjana
Skilaðu kveðju.
Hæ Dagný, ég fór inn á síðuna þína af síðunni hennar Ingu. Var að lesa listann sem þú skrifaðir um hana og fannst svo fyndið að þú skyldir segja að lagið með Savage Garden minnti þig á Austurríkisferðina. Nefnilega sama hjá mér, minnist alltaf Austurríkis þegar ég heyri þetta lag, sérstaklega við öll í rútu:) – ætli það sé þannig hjá okkur öllum sem fórum til Austurríkis???
Kristjana: takk fyrir það 🙂
Regína: hehe ég trúi varla öðru, þetta lag var svo hrikalega mikið spilað!!!
Hæ Dagný mín
Þetta er ögrandi – reyndu nú! Bið svo að heilsa öllum í litla húsinu í Vejledal.
Halló palló, fæ ég að vera með í leiknum þínum?