hvurslags leti er þetta í manni þessa dagana ?
nokkrar ástæður sennilegast eins og kannski: vinna, bilun í símalínu, þreyta, ekta danskur julefrokost, saumur, svefn, verkefnavinna, lokaverkefni, próftímabil..
Við tókum eftir því á fimmtudaginn að símalínan okkar var barasta steindauð.. einhver bilun í gangi og við getum ekki fengið mann til að kíkja á þetta fyrr en á þriðjudaginn þar af leiðandi erum við búin að vera netlaus og símalaus í nokkra daga.. erum núna komin aftur upp á náð og miskun nágrannana *hehe*
Ég er búin að vinna alla vikuna og er orðin annsi þreytt.. hlakka verulega til að eiga frídag á morgun (venjan er reyndar að við eigum ekki að vinna í heila viku samfleitt, heldur eigum við að fá frí á fim/fö ef við erum að vinna yfir helgi og ég er núna búin að vinna síðustu tvær helgar og á því frí skv skemanu næstu tvær og svo förum við heim á klakann :)) Ég fór reyndar á julefrokost í boði vinnunar á föstudaginn, þvílíki stresspakkinn sem það var að komast þangað, í einhverjum draumaheimi halda eigendurnir að fólk sem er að vinna í rúmlega klst lestarferð frá veitingastaðnum eigi eftir að ná að vera mætt kl 16:30 🙂 ruglið, ég og Pernille vorum samferða og vorum ekki mættar fyrr en kl 6 *Heh* Maturinn var fínn.. fullt af allskonar Danajólamat.. m.a. PURUSTEIK, ég gat auðvitað ekki látið það vera að senda LS sms og segja honum að ég væri með vænan skammt af purusteik á disknum mínum :engill: hvaða hvaða ég er ekkert vond, borðaði tvöfaldan skammt, svona einn fyrir hann líka 😉 (btw þá er Purusteik einn af uppáhalds réttum Leifs, svona fyrir þá sem ekki vissu það nú þegar ;)) Ég var reyndar ekki lengi þar sem ég þurfti að vera mætt upp á hótel kl 9 í gærmorgun.. en þeir sem vildu gátu hinsvegar farið á eitthvað Bítlacoverbandsball sem var haldið þarna líka 🙂 stuuuuððð
Leifur er búinn að vera upp í skóla fram á nótt síðustu vikuna eða svo… Þeir (Leifur, Einar & Davíð) eru að klára eitthvað Brúarverkefni sem á að skila á þriðjudaginn svo er annað verkefni sem þeir eiga að skila á miðvikudaginn.. eða mig minnir að þetta sé svoleiðis.. of mikið af upplýsingum eiga það til að fljóta inn um annað og út um hitt :engill: Allavegana þá eru prófin að byrja og ég held eiginlega að Leifur sé bara fluttur út, sé farinn að búa með þeim bakkabræðrum í einni stofunni í DTU, ég rétt sé hann hérna þegar ég vakna á morgnana og sé öðru hverju notuð handklæði inni á baði *hmmm* þetta fer að lagast! ég fæ hann alveg út af fyrir mig í heilan mánuð í næsta mánuði.. erum jafnvel að spá í að stinga af í smá ferðalag.. kemur í ljós.. sérstaklega ef stæ.greiningin gengur vel 😉 hey ef hún gengur upp þá er drengurinn að fara að útskrifast í febrúar… þá verður hann með BSgráðu.. eða með pappír upp á það að hann sé með háskólaskemmdan heila *híhí*
Ég er sirka hálfnuð með jóladúkinn minn 🙂 er alveg búin með annan jólasveininn og allt sem honum tilheyrir þannig að þá er bara málið að byrja ALVEG upp á nýtt *Hah* já þarf að sauma spegilmyndina á hinn endann. Ég stalst reyndar til þess að sauma einn Mill Hill vettling inn á milli.. set inn myndir af honum sem og dúknum þegar nettengingin okkar er komin í lag… þýðir ekkert að standa í þessu þegar það er svona slitrótt samband.. enda er það bara pirrandi.
Annars þá er næst á planinu að fá mömmu og pabba í heimsókn *jeij* þau eru væntanleg síðdegis á þriðjudaginn á Kastrup 🙂 það verður voðalega gott að fá þau loksins í heimsókn.. skrítið að hafa verið í burtu í 6 mánuði fyrir rúmum 6 árum og það var einhvernvegin ekkert mál en þessir 3 hafa verið dáldið erfiðari.. ekki erfiðir heldur erfiðari en þá 🙂 kannski var málið að ég var með Ástu frænku í bakhöndina ef það var eitthvað.. aldrei að vita 🙂 eða bara í einhverri uppreisn *hehe* hver veit.. Ég er allavegana orðin ofsalega spennt að fá mömmu og pabba í heimsókn, þó svo að það sé stutt í að við komum heim þá verður voðalega gaman að hafa þau hérna hjá okkur.. verst að Leifur verður kominn á kaf í próflestur.. náum kannski að stela honum með okkur út eitthvert kvöldið.. út að borða eða niðrí Tivolí (ó já ég fer aftur! og svo ætlum við turtildúfurnar að fara aftur 22.des 😉 ) allavegana smá stel 🙂
jæja ég held að ég sé búin að skrifa nægar fréttir í bili… látiði nú heyra í ykkur fólk, kommentakerfið bítur ekki 😉
hæ hæ…gott að heyra í ykkur loksins 😉
Veistu hvað ?? Ég er búin að henda risastóra “jawbreakernum” mínum !!! Ég ætlaði ekkert að gera það, en ákvað það nú þegar ég fann hann óvart allan útí ryki undir hillunni minni 😉 ojjj…
oj.. þótt fyrr hefði verið.. á ég að koma með annan um jólin 😉
ég kíkti til foreldra þinna í kvöld og lenti á fínustu kjaftatörn 🙂
skemmtið ykkur nú ósköp vel fjölskyldan og ég hlakka til að sjá ykkur um jólin.
knús og klemm
hehehe…nei ég held að ég láti þetta bara nægja, maður varð að prófa þetta svona einu sinni ;o) og ef þú mundir gefa mér svona þá þyrftiru að hlusta á mig sarga í þetta með tönnunum öll jólin og það viljum við ekki ! ;o)
flott nýja lúkkið á síðunni jólalegt og fínt. :o)
nei vá! Nýtt og fínt útlit!
Iðunn; takk takk, verður gaman að horfa á þetta 🙂
Sigurborg: neeee ég myndi sennilegast þá bara láta þig hafa hann rétt áður en við förum *Heh* ég meika ekki svona skrap! fer alveg innst inn í bein 😛
Hafrún Ásta & Linda: takk takk 🙂