fyrsti í aðventu og við kveiktum á Aðventuljósinu okkar í gærkveldi áður en við fórum að sofa, aðeins að stelast til þess að taka forskot á “sæluna” 🙂
Ég keypti reyndar líka tilbúinn grenikrans og var búin að kaupa kerti og ætla að reyna að gera eitthvað sniðugt úr þessu í kvöld eða allavegana hafa hann tilbúinn næsta sunnudag. Ég er búin að vera að vinna aðeins of mikið undanfarið og er alveg að leka niður.. alltaf jafn ömurlegt þegar vinnuskemað stenst ekki 🙁 er var t.d. skráð með 5 og 1/2 tima í vinnu í dag, var mætt skv skránni kl 9:30 og losnaði ekki fyrr en rúmlega 5!! ég er allavegana í fríi á morgun 🙂 þarf reyndar að eyða tíma í að endurtelja tímana fyrir síðasta launatímabil þar sem tímarnir stemma ekki *ergelsi* frí á morgun, sofa út á morgun, föndra á morgun og jafnvel kíkja í bæjinn og skoða jólaskrautið 🙂
Annars þá tók ég eftir því á leiðinni heim áðan að nágrannarnir eru allir í því að setja upp ljós í görðunum sínum, rosalega fallegt að fylgjast með ljósunum fjölga svona 🙂 þarf eiginlega að plata Leif í kvöldgöngu um hverfið um næstu helgi 🙂 (ég á nefnilega voðalega lítið eftir að sjá hann í vikunni þannig að næsta helgi verður að duga)
jæja best að fara að kúra sig niður í sófann með sæta stráknum og horfa á myndina sem var að byrja 🙂
en hvað síðan þín er orðin jólaleg og fín ! :o)