eða næstum því regnbogi.. hef reyndar aldrei séð svona regnboga.. eða þ.e. í þessum litum, svartur, dimmrauður, ljósgrænn, gulur með dash af fjólubláu.. smekklegt ekki satt?
þessi svakafallegi regnbogi er semsagt að myndast á upphandleggnum á mér.. svæðið sem hann hylur er amk hætt að vera bólgið.. og bólgan er ekki sigin niður í olnbogann á mér, sem betur fer.
Hvernig fer maður að því að vera svona mikill auli stundum?
jæja fyrst ég er búin að gera ykkur allar forvitnar þá skal ég segja hvernig mér tókst að kalla fram þennan svakalega myndarlega marblett.
Í mínu mesta sakleysi var ég að þrífa eitt herbergið í vinnunni á þriðjudaginn, þetta var reyndar eitt af fínu herbergjunum og þar inni eru svona HUGE kommóður, legg eiginlega undantekningarlaust ofaná kommóðuna í þessu tiltekna herbergi hreinu rúmfötin þar sem hún er á svo henntugum stað 😉
allavegana einhvernvegin þá runnu koddaverin af kommóðunni og duttu á bakvið hana.. þar sem það er ágætis bil á milli veggsins og kommóðunnar og kommóðan ekki það há þá ákvað ég frekar að sjá hvort ég kæmi ekki handleggnum þarna niður til þess að ná í koddaverin… jujú það var ekkert mál, náði koddaverunum auðveldlega en þegar ég ætlaði að draga hendina upp þá var mín bara FÖST! alveg pikk FÖST! var farin að halda að ég þyrfti að kalla á hjálp þegar mér tókst að ýta kommóðunni til og losa handlegginn.
En þvílíki aulaskapurinn hjá manni stundum!!! algert rugl!
og þar hafiði það 🙂
Iðunn bað um mynd þannig að hérna eru 2 myndir 😉
svona var hann að kveldi þriðjudags, roðinn að fara og fyrsta marið að komast í gegn.
svona var hann í gærkveldi (miðvikudag) – allur að koma til—–
bætt við 26.nóvember
þessi er tekin 24.nóv.
þessi var svo tekin í gærkveldi 25.nóv.
er þá gullpottur undir regnboganum? :p
sýndu okkur mynd…
góð spurning…
ætli það sé ekki bara pottur með kartöflum eða skemmdum eplum
ég skal sýna mynd þegar karlinn er búinn að taka hana.. þetta er á svo asnalegum stað að ég næ ekki almennilegri mynd
annars þá tók hann mynd í gærkveldi og það sést voðalega lítið annað en roði á henni.
Vó! Hvað kom eiginlega fyrir?
hehe, do you really wanna know?
I’m just a klumsy little thing
hehe já svona klaufa moment eru samt svo fyndin etir á. hehe Vonandi hverfur þessi regnbogi sem fyrst en mundu að kíkja undir hendurnar kannski er gullpotturinn þar. ;o)
Nú ertu búin að gera alla forvitna! Úr því að þér finnst þetta svona aulalegt getur þú varla hafa dottið eða rekið þig í eitthvað – það er of venjulegt.
HVAÐ KOM FYRIR ???
Áááiiii! Þetta getur ekki hafa verið gott! *kyssábágtið*
hehe, mamman komin fram hjá þér Linda mín 😉
nei þetta var ekkert þægilegt sko, en þvílíkt aulalegt 🙂
Ái það sést á honum að þetta var7er vont og aumt.
ááááviii
Áááiiii þetta er bara vont og ég finn bara til með´þér