jæja þá ætti pabbi að vera búinn að fara í síðasta geislann (vonandi). Ég ætti þá að geta hætt að fá áhyggjuköst út af karlinum (sem ég veit vel að ég á ekki að vera að hafa en ég kemst ekki hjá því) vonandi allavegana.. Þessar vikur hafa ekki beint verið þær auðveldustu en sem betur fer þá fékk ég reglulegar fréttir og það bara góðar fréttir 🙂 og sem betur fer á ég góðan kall sem er alltaf til í að gefa mér knús og láta mér líða betur. Pabbi fór í blóðprufu um daginn þar sem var verið að mæla þetta PSA gildi (það er einmitt það sem kom læknunum á sporið í vor), áður en geislarnir hófust var það komið upp í rúmlega 18 stig en á að vera 3-4 þegar allt er “eðlilegt”, þessi blóðprufa sýndi að PSAgildið væri komið niður í 4,5 sem er bara frábært! ég var ekkert smá glöð þegar pabbi sagði mér þessar fréttir 🙂 því að það þýðir bara að allt sé að verða ok 🙂 læknarnir eru mjög sáttir og pabbi er sáttur… og auðvitað mamma líka. Þetta hlýtur samt að hafa verið rosalega erfiður tími hjá mömmu.. litla stelpan að stinga af úr landi.. byrja að búa og stopult samband, pabbi að berjast við þennan sjúkdóm sem maður veit voðalega lítið um en allt virðist ætla að ganga upp 🙂 kemst ekki hjá því að brosa 🙂
Ég get samt ekki gleymt þessu orði, það er svo óhuggnarlegt eitthvað.. það eru ekki nægilega margir sem maður þekkir sem hafa sigrast á þessu.. Ég hitti svo oft fólk í sjúkraþjálfuninni sem var að ganga í gengum þennan prósess.. búið að fara í geisla og var jafnvel komið í lyfjameðferð, leit hræðilega út. Mér hefur hinsvegar verið sagt að pabbi líti mjög vel út og sé svona “úthvíldur” eða þannig orðaði Ásta Lóa það 🙂
Man að fyrir nokkrum árum kom kona í sjúkraþjálfun sem reyndist vera æskuvinkona pabba.. hún leit vægt til orða tekið ekki vel út.. komin með sinn eigin súrefniskút… það þarf víst ekki að taka það fram en hún dó úr krabba nokkru seinna.
æj Ég veit að ég á ekki að hugsa þetta svona.. pabbi er hraustur, pabbi er að sigrast á þessu og þetta kemur ekkert aftur í heimsókn 🙂 Það gengur svo vel að pabbi er farinn að láta sig dreyma um að koma í heimsókn í byrjun desember!!! mamma hinsvegar er sú raunsæja að vanda og heldur honum niðri á jörðinni.. en núna þegar þetta er búið þá fer hún kannski að láta sig dreyma líka 😉 það væri alveg rosalega gott að fá þau hingað, þó það væri ekki nema yfir helgi. upplifa helgarferðina okkar frá 2003 aðeins aftur, fara með þeim í jólatívolí og fá smá mömmu&pabbaknús.
Elskan mín. Ég sendi þér fullt af cyberknúsum. Ég veit hvað þetta er erfitt, og eins og þú segir, sérstaklega þegar maður veit um svona fáa sem að hafa sigrast á þessu. Ég veit samt um 2 manneskjur 🙂 Og þetta lítur mjög vel út hjá pabba þínum. Vonandi komast þau til þín. Ég er líka svona m&p stelpa… er alveg ónýt án þeirra í langan tíma.
takk fyrir þetta Linda 🙂
Já Dagný mín ég skil vel að þú hafir áhyggjur af pabba þínum, enda ertu svo mikil pabba og mömmu stelpa. Enn það segi ég satt að hann pabbi þinn lítur mjög vel út og ég hefði ekki þorað að segja að hann væri í svona meðferð ef éf bara vissi það ekki.Mér hefur fundist mamma þín taka þetta meira að sér og er áhyggjufull, enn hún er samt alltaf jafn hress og staðföst.
Enn elsku Dagný mín þú mátt ekki gleyma að lifa lífinu þrátt fyrir þetta því foreldrar þínir yrðu ekki ánægðir með það. Ég gat ekki betur heyrt en að þau væru stolt af dóttur sinni að hafa drifið sig í fara burt við þessar aðstæður. Eða eins og pabbi þinn sagði ” krafturinn í henni að drífa sig með honum út” hann er bara kátur yfir ykkur. Enn það verður gaman hjá ykkur þegar hann kemur til þín.sannaðu til hann nær mömmu þinni á sitt band.
Svo brostu nú dúlla 🙂
Elsku vinkona, það er sem betur fer fullt af fólki sem sigrast á þessum fjanda. Vildi að ég gæti knúsað þig í persónu en í staðinn sendi ég þér ótal rafknús. Þykir svo ósköp vænt um þig Dagný mín og hlakka til að sjá ykkur um jólin. 🙂 allir hressir og kátir 🙂
Æ þetta voru góðar fréttir af pabba þínum og vonandi ná þau að heimsækja þig (segi þig, því L. verður sjálfsagt í öðrum heimi!)í desember og anda að sér jólastemningunni í Kbh. Svo þurfa þau bara að koma aftur þegar fer að hlýna til að njóta danska vorsins.
Við erum farin að hlakka mikið til að fá ykkur heim um jólin og finnst við heyra allt of lítið í ykkur þessa dagana. Inga
takk allir,
Ég er alls ekki í neinni lægð eða neitt þannig.. átti eiginlega meira að vera þannig að þetta er loksins að verða búið og ekkert nema góðar fréttir sem maður fær 😉