Við kíktum í jólatívolí á föstudaginn 🙂
Mér finnst alveg æðislegt að kíkja svona inn í jólaheim og geta labbað bara beint út aftur og þar með er jóladótaríið búið 🙂 enþá amk.. Við erum reyndar búin að ákveða það að við förum aftur 22 des 🙂 sparka okkur inn í jólagírinn áður en við förum heim 🙂 Þetta var alveg dásamlegt, varð sko enganvegin fyrir vonbrigðum þó svo að minningin frá 2003 sé enn ljóslifandi í kollinum mínum. Það sem hægt er að gera ef maður á bara nægan aur *haha*
Þegar við vorum á leiðinni heim með lestinni tókum við eftir því að það voru 2 stelpur samferða okkur sem voru að tala saman á íslensku.. maður kemst eiginlega ekki hjá því að verða forvitin þar sem íslenskan er ekkert ofsalega algeng hérna í sveitinni.. Við erum reyndar að heyra af fleiri og fleiri íslendingum sem búa hérna.. t.d. voru vinafólk Önnsku að flytja hingað um síðustu helgi, reyndar í Kollegíið og við vitum af vinafólki GunnEvu þar líka sem og frænku Guðbjargar frænku.. þannig að það eru fleiri íslendingar hérna 😉 hey já og systir gæjans sem flutti um síðustu helgi á Kollegíið og fjölskyldan hennar eru nýbúin að kaupa sér hús hérna við Vejlesö! bara flott á því!
Allavegana aftur að þessum stelpum þarna 🙂 Þá kallaði önnur þeirra á eftir okkur þegar við vorum að labba út af lestarstöðinni og spurði hvort við værum “nýja fólkið” *ahah* ég fattaði reyndar fljótt hvað hún var að tala um en bara afþví að ég vissi af vinum Önnsku 😉 en þetta varð til þess að við spjölluðum í smá tíma og komumst að því að auðvitað þekkjum við að einhverju leiti sama fólkið… önnur stelpan er vinkona Guðbjargar frænku frá því að þau Vignir fluttu til Danmerkur fyrst 😉 lítill heimur 😉 Allavegana þá finnst mér þetta hálf fyndið.. við höfum lítið gert af því að elta uppi aðra íslendinga hérna, aðallega vegna þess að það eru svo svakalega margir íslendingar í danmörkinni.. finnst fínt að kynnast öðru fólki 🙂 eins og fólkinu sem er að vinna með mér..
Magda, Santosh, Simon – allt fínasta fólk og NB ekkert þeirra er danskt *hahah* Magda er pólsk, Santosh er frá Nepal og Símon frá Kína
Annars þá er allt annað en jólalegt um að litast hérna í Danaveldinu, eiginlega þá er enþá bara haust.. samt farið að hlýna aftur því að maður þarf ekki að fara með húfu, trefil, í 2peysum, buxum, sokkabuxum, tvennum sokkum, úlpu og með vettlinga þegar maður fer út á morgnana eins og ég var farin að gera á tímabili, held reyndar að það sé kominn rúmur mánuður síðan þessi formúla var notuð síðast *heh* Hérna eru laufblöð út um allt og sumstaðar eru reyndar komin laufblaðafjöll ef garðeigendurnir hafa verið duglegir að raka laufblöðunum saman, á öðrum stöðum eru þau búin að hertaka gangstéttarnar þannig að maður getur annaðhvort farið út á götu eða vaðið í laufblöðum langt upp á kálfa ef manni sýnist svo 🙂
Við erum ekki enn búin að átta okkur á því að það sé kominn heimasími.. enda bara örfáar hringingar komnar so far Fyrsta alvöru símtalið sem við fengum var eftir að ég kom heim úr vinnunni.. Ásta frænka var að hringja takk fyrir!!!! Yndislegt að heyra í henni alla leið frá Ameríkunni.. “langaði bara að bregða þér smá” já það er alveg á hreinu að stríðni liggur annsi djúpt í þessari blessuðu föðurætt minni 😉 henni tókst svo sannarlega að bregða mér 😀
Annars þá hringdi Ása vinkona áðan líka og við skötuhjúin vorum í smá tíma að átta okkur að síminn væri virkilega að hringja 🙂 við fyrstu hringingu þá litum við á hvort annað með svona spurnarsvip, hvað var þetta eiginlega.. bara fyndið 🙂
Helga frænka – skiljanlega ertu á kafi þessa dagana 🙂 eru ekki komin nokkur ár frá því að þú varst í skóla síðast 🙂 ekki hafa áhyggjur bloggið fer ekki langt og ég lofa því að láta þig vita ef eitthvað breytist með slóðina sem er btw mjög ólíklegt að gerist 🙂