eða netlausnetlausnetlaus ?
bæði á við *heh*
Það er nú reyndar ekkert stórkostlegt búið að vera að gerast hjá okkur undanfarna daga nema jú Ása vinkona kom frá Árósum á fimmtudaginn og fór núna rétt eftir hádegið í dag. Sendum hana niður í bæ að túristast á meðan ég var að vinna og Leifur að skólast á föstudaginn þar sem hún hafði aldrei komið til Köben, send á Nyhavn, Strikið, í Amalienborg og eitthvað fleira sniðugt. Ég fór svo og hitti hana þegar ég var búin að vinna og við héldum áfram að skoða bæjinn.
Í gær var svo búið að koma með dáldið plan fyrir kvöldið. Byrjuðum á því að hitta fullt af fólki á einhverjum pakistönskum stað á Istedgade þar sem við fórum á kostum, erum reyndar nokkuð viss um að þjónarnir hafi verið orðnir eilítið þreyttir á okkur.. say no more. Þaðan var haldið í smá teiti til vinafólks Þorleifs. Heimurinn er svo yndislega lítill þar sem allir komust að því að þeir þekktu einhvern sem einhver annar í hópnum þekkti 🙂
Vorum komin inn á Vega rúmlega 11 og stuttu síðar steig Sálin á sviðið með einn af sínum svaka smellum 🙂 stemmarinn byrjaði í raun um leið og við gengum inn á Vega, að heyra ekkert nema íslensku úr öllum áttum nema frá starfsfólki staðarinns var bara fyndið. Könnuðumst öll við helling af fólki, hittum suma sem við höfum ekki séð síðan í gaggó! aðra sem við umgöngumst hérumbil daglega og svo framvegis. Mér finnst það samt fyndið að hitta manneskju sem ég þekki ekki baun, hef aðeins hitt hana 2x og hún fagnandi manni eins og maður sé “long lost friend” eða eitthvað.. bara fyndið, vill til að þetta er ágætis manneskja 🙂 Leifur fékk þá spurningu hvort hann væri ekki örugglega Leifur hennar Dagnýjar??? 🙂 Fyndið hvernig fólk þekkir annað af myndum 😉 Gunnhildur Ásta mætti semsagt á ballið og það var ekkert smá gaman að sjá hana, bara fyndið að hún hafi séð Leif fyrst 🙂
Sálin fór á kostum og ég veit ekki betur en að allir hafi skemmt sér alveg frábærlega, ég gerði það amk 😉 Eftir að Sálin hætti að spila sem var um 3 leitið hófst hin mikla leit að matsölustað þar sem svangir einstaklingar gátu fundið sér eitthvað við hæfi (8 ósammála aðilar er sennilegast aðeins of margir). Fundum einhverja búllu á “Vesturgötu” sem heitir Vagabond eða e-ð þannig sem skv einhverju fólki sem einhverjir í hópnum þekktu býr til Bestu pitzur í heimi.. well pitzan sem við Leifur völdum okkur smakkaðist alveg ágætlega þannig að þeir fá engan mínus þar 😉 Davíð og Heiðar bættust í hópinn þannig að þetta var orðið dáldíð skrautlegur hópur sem labbaði að Ráðhústorgi til þess að finna Betu sem var að vinna með Leifi í sumar.. þrammþramm á háhæluðum skóm eftir 4tíma danserí er ekki spennandi 🙂 Pikkuðum upp Helga einhverstaðar á leiðinni og well ég get ekki hætt að brosa yfir því hversu svakalega skrautlegur þessi hópur var. Nei fólk var ekki of drukkið eða á einhverju öðru heldur var málið bara það hversu rosalega ólíkar týpur þetta voru, eða eins og Annska fann út að Leifur dregur að sér fáránlega ólíkt fólk… pointið var að allir í þessum hópi þekktu Leif á einn eða annan hátt en fáir þekktu einhvern annan innan hópsins!
Fjóla stakk upp á bar sem var þarna rétt hjá Strikinu sem heitir Moose, ég veit ekki alveg hvað hún var að spá þar sem þetta var einn sá furðulegasti staður sem ég hef stigið fæti inn á! Vá! en á þessum 10 mín sem við vorum þarna inni urðum við vitni að, rifrildi, slagsmálum, pari sem hefði sennilegast átt að vera bara heima í herbergi/eða á hóteli, of drukknu fólki og já.. pottþétt eitthvað fleira. Fundum Betu loksins eftir að við fórum út af þessum stað og Leifur náði að spjalla aðeins við hana 🙂
Komumst loksins í lestina um 6:30 og vorum komin hingað heim á Vejledal um 7 leitið. Dagurinn í dag er búinn að fara í algert letikast, halda mætti að við hefðum verið á blindafylleríi í gær.. ef það hefði verið þá myndi ég amk skilja líðanina í dag.. en ég mun seint skilja hvernig fólk getur farið á djammið frá fim til sun nokkrum sinnum í mánuði 🙂 fínt að taka þetta svona öðru hverju 🙂
Takk fyrir heimsóknina Ása og takk fyrir laugardagskvöldið frábæra fólk!!!
það eru svo nýjar myndir inni á myndasíðunni fyrir þá sem hafa áhuga 😉
Oh ég er ekkert smá öfundsjúk, hefði alveg gefið eins og hægri handlegginn til að komast á Sálarballið.
Það er alltaf gaman á Sálarböllum 🙂
hehe, já… spurning um að senda fanmeil á sálina og spyrja hvenær þeir ætli að spila í London eða einhverstaðar nær þér 😉
Við Robbi fórum á Vagabond þegar við vorum hjá ykkur 😮 🙂