Fórum í gær niðrí Köben að hitta Liv Åse og Kela. Fundum okkur skemmtilegan veitingastað til þess að borða á og nutum þess að eyða kvöldstund saman. Vorum það skemmtilegir gestir á veitingastaðnum að við vorum langsíðustu gestirnir út!! hehe yndislegt kvöld, takk fyrir það Liv & Keli.
Við ákváðum að rölta aðeins um í hverfinu þar sem þeirra “glamúr”hótel var staðsett. Löbbuðum eftir Istegade og mannlífið þar óboj, sýnir bara hversu rosalega saklaus maður á það til að vera. Fórum fram hjá kirkju sem er þarna og well ég er ekki vön því að sjá fólk halda á sprautu fyrir framan mann. Fannst reyndar ferlega fyndið að sjá langt frá að það var stelpa þarna sem var að selja sig. hvíslandi að KK sem löbbuðu framhjá “do you want to have sex?”.
reyndar var þetta ekki það fáránlegasta heldur stoppuðum við fyrir utan hótelið þeirra, reyndar hinumegin við götuna og rétt hjá okkur stóðu 3 menn. pældum ekkert í þeim en áttuðum okkur fljótlega á því hvað var eignlega í gangi.. jújú þarna voru sölumenn á ferð..
mikið svakalega getur maður verið saklaus og barnalegur.. að átta sig ekki á svona löguðu stundum. já maður er sakleysingi…
Ég skil Dagný mín við erum líka frá “litla saklausa” Íslandi svo við eigum ekki þessu að venjast.
Enn varúð við vitum ekki hvað getur gerst ef við missum okkur í að horfa. Gangi þér annars vel í öllu sem þið eruð að takast á við. tí tí
já það er vissara að vera ekkert að horfa á þetta lið.. maður veit aldrei hverju það tekur upp á! vægt til orða tekið.