ég er búin að vera að dunda mér við að eyða peningum á netinu undanfarið.. keypti mér 3 munstur af 123stitch um daginn.. veit ekkert hvenær í ósköpunum ég á eftir að sauma þau, eitt er af snjókarlafjölsk, annað af stelpu í baði – langar dáldið að sauma hana og setja inn á bað því að það eru svoooooooooo ljótar myndir inni á baði frá fyrirtækinu *bjakk* eða ég held að þær séu frá fyrirtækinu, I don’t know, þær eru bara ljótar. Þriðja munstrið er hinsvegar svona fæðingardótarí, ég veit ekkert hvenær eða hvort ég eigi eftir að sauma það.. fannst myndin bara svo flott. næstum því jafn flott og Newton’s law myndin hennar Lindu 🙂
Í gærkveldi tók ég mig svo til og var að skoða síðu sem heitir Sew and So, pantaði mér líka 3 kit þaðan.
Winter Chill
Gingerman Snow Charmer
og svo þetta Snow Folks Ornaments(Set of 6)
það verður sumsé nóg að gera.. sérstaklega þar sem ég er alls ekki nógu dugleg við að sauma í löberinn minn.. oh well.. mig langar reyndar líka alveg ótrúlega mikið í svona “jólapóstspoka”. veit ekki afhverju.. mamma kláraði einn fyrir jólin í fyrra eða hitteðfyrra, bara sætur 🙂 merkilegt nokk reyndar hvað þessi jólakortamenning er að detta uppfyrir… amk að minnka meðal yngra fólks.. fólk er alltaf að senda bara netkort í staðinn.. en þau eru bara ekki eins skemmtileg 🙂
http://www.dimensions-crafts.com/
Þetta er uppáhalds framleiðandinn minn.. held samt að það sé ekki hægt að panta í gegnum netið hérna.
Líst mér á þig!!! 😀
Og ef þig langar í Newton munstrið þá get ég alveg leyft þér að geyma öryggisafrit af því 😉
Og ég vona að þú fáir Mill Hill æði hehe. Það er svo gaman að sauma dót frá Mill Hill!
Linda: heheh, já það er alveg spurning um að fá öryggisafrit.. bíð kannski með það þar til ég kem heim samt.. tók ekki möppuna mína með út 😉
kemur í ljós með æðið.. ég er bara búin að vera svo forvitin þegar þið eruð að tala um þetta á spjallinu 🙂 varð að prufa 😀
Hulda: já verð að skoða þessa við tækifæri, annars held ég að LS fari að setja mig í straff bráðum *hósthóst*
Hæ skvís já MILL HILL virðist vera ávanabindandi sínist mér á stelpunum. Já mig hefur einmitt lengi langað í svona jólapóstpoka láttu mig vita ef þú finnur eitthvað æðislegt munstur.
ég skal láta grúbbuna vita ef ég sé eitthvað flott munstur á póstpoka.. ég var að fa sendan bækling frá Margaretha eða e-ð þannig… þar eru nokkrir en enginn sem er svona “þennan vil ég!”