jæja við vorum að enda við að panta okkur flug aftur til Danmerkur í janúar.
Við komum semsagt heim 23 des, akkúrat í tæka tíð til að rölta laugara og hafa það notó með fólkinu okkar á Þorlák (hvað ætli við verðum stoppuð oft á laugaveginum*hmmm*) fljúgum svo til Danmerkur aftur þann 2.janúar, svo eigum við 2 ára afmæli 3 janúar og ég byrja að vinna aftur 4 janúar.. nóg að gera 🙂 Leifur er hinsvegar að spá í að taka sér bara frí í janúar, þ.e. sleppa því að taka janúarkúrs í DTU, spurning hvort ég plati hann ekki bara á dönskunámskeið í staðin *Heh*
Annars þá vorum við að fatta það áðan að í dag eru komnir 2 mánuðir og 2 dagar síðan við fluttum hingað. Tíminn er ótrúlega fljótur að líða 🙂
23. desember, segirðu! Með Icelandexpress? Híhíhí, við Baldur verðum nefnilega með þeirri vél 🙂
Hó, hó, hó ég skrifaði 23. desember (Hver breytti því í 1., argghhh)!!!!
fljúgum heim með 13:15 vélinni en þið??
Við fljúgum klukkan 12.25 (var að kíkja á icelandexpress.com), þannig að þið eruð líklega með Icelandair. En við sjáumst kannski í Kastrup 😉
hmm heyrðu nei við erum með IE, þannig að flugið gæti verið búið að breytast síðan við pöntuðum miðana..
trúi því varla að þeir séu með vélar á klst fresti 😛
það væri bara kúl að fljúga með ykkur heim og láta æskuvinkonurnar sækja okkur út á völl *heheh*
Jei, hlakka til að sjá ykkur 😉