undanfarnar vikur hefur fólk verið að hrúga á okkur allskonar gjöfum 🙂
við erum sko alls ekki ósátt með það 🙂 erum búin að fá nokkrar íslenskar matarsendingar 😀 Takk fyrir það, harðfiskur, lakkrís, mysingur og piparostur *namminamm*
Sigurborg & Robbi gáfu okkur líka jólaóróann frá Georg Jensen í innfluttningsgjöf, mér þykja þeir svo til alltaf svo fallegir þannig að vægt til orða tekið hittu þau á rétta gjöf hvað mig varðar *heh* þau komu líka með fleece buff frá SVIK til Leifs 🙂 og slatta af vítamínum handa honum líka (já handa honum, ég er byrjaði á því að redda mér vítamínum um leið og við komum 😉 )
Sverrir kom með alveg rosalega fallega litla mynd sem mamma hans hafði málað handa okkur, alveg okkar stíll.. sumsé ekkert klessuverk 😉 vitum varla hvernig við getum þakkað þeim fyrir en myndin er strax komin í uppáhald!
Við erum auðvitað búin að fá fullt af öðrum sendingum, ekkert smá gaman að því miðað við hve stuttan tíma við höfum verið hérna.. merkilegt hvað fólk er duglegt við að notfæra sér ferðir annarra og hve auðvelt það virðist vera að skreppa hingað yfir 🙂
En ekki það að ég sé að kvarta en mér þætti voðalega gaman að fá fleiri bréf frá ykkur með fréttum að heiman.. alveg sama þó það séu “ekkifréttir” merkilegt hvað daglegt líf annarra getur verið skemmtilegt þegar maður er í burtu 😉
netfangið er dagnyasta hjá kjanaprik.is
Takk fyrir okkur allir – taki þeir sem eiga 🙂
Svo er líka mikið skemmtilegra að skrifa pappírsbréf heldur en tölvubréf. … hver veit nema maður verði duglegri við það líka :p
Annars bara verði ykkur að góðu. 😉
Ég er svakalega dugleg að skrifa bréf en er aftur á móti ótrúlega löt við að koma þeim í póst! Held að ég sé haldin pósthúsafælni!!!!
piff Sirrý!