vá hvað þessi helgi er búin að vera strembin, er ekkert smá fegin því að vera í fríi í dag til þess að ná upp hvíld 🙂
Fengum bílaleigubílinn á föstudaginn, pöntuðum ford Focus en fengum alveg splunkunýjan Toyota Avencis station bíl, ekkert smá þægilegt að hafa allt þetta pláss *Heh* Nýttum auðvitað tækifærið og fórum í verslunarleiðangur, keyptum helling af allskonar “óþarfa” enda er kortið komið í straff.. Við gáfumst nefnilega upp á að reyna að fá sjónvarpið frá Dúddí til þess að funkera almennilega og ákváðum að kaupa okkur sjónvarp.. Leifur kolféll fyrir svona flatskjássjónvarpi og ég nennti ekki að pæla í þessu þannig að við fjárfestum í einu slíku, reyndar bara 20″ en samt.. svaka fínt sjónvarp, með möguleika á að hengja það upp á vegg *Heh* bara sniðugt og ekkert smá pláss sem sparast! ótrúlegt, vorum að skoða annað sjónvarp þarna frá sama fyrirtæki sem var “venjulegt” með eiginlega öllum sömu eiginleikunum.. en það var HUGE! og auðvitað líka mun ódýrara en stundum er maður bara kolfallinn 🙂
Kíktum líka í heimsókn til frænku Sverris og kærastans hennar sem búa í Herlev, fengum að panta okkur pitzu þar og OMG ég hef aldrei nokkurntíma séð jafn stóra pitzu!!! pöntuðum einhverja sem heitir “familisize” og já hún var sennilega eins og 2×18″… bara HUGE! ég klikkaði á að taka myndavélina með inn en ég veit að SÖS var með vélina sína svo ég fæ vonandi myndina senda, þvílíki hlunkurinn!!!
Rifum okkur upp rúmlega 6 á laugardagsmorgni eftir frekar stutta nótt til þess að ná ferjunni sem fór frá “Oddanum” kl 9 og við keyrðum út í Ebeltoft. Gengum aðeins um miðbæ Ebeltoft og kíktum í búðargluggana þar. Ég keypti fyrsta smáhlutinn í hilluna okkar 🙂
Brunuðum svo áfram til Álaborgar, vorum komin inn á hótel rúmlega 1, frekar fyndið hótel sem við SÖS völdum 🙂
Fórum í smá útsýnisbíltúr þar sem við leituðum m.a. að Gigantium en þar voru tónleikarnir haldnir og fundum í leiðinni háskólann sem SÖS ætlar í næsta haust 🙂
Eyddum restinni af deginum í að skoða okkur um í miðbænum. Tókum mjög fljótt eftir því að megnið af fólkinu þarna tilheyrir hópi sem heima nefnist “selfosshnakkar” þannig að ég held að þið heima verðið að taka SÖS í smá yfirhalningu til að láta hann fitta inn *heh* Óli varst þú ekki búinn með hnakki 101?
Aníhú fundum okkur einhvern veitingastað í götu sem Bjarki hermaur var búinn að dásama fram og aftur sem eina mestu partýgötu í heiminum (Jomfru Anne gade). Ég og SÖS gerðumst svo djörf og pöntuðum okkur rétt sem heitir “steak from down under” sem var kengúrukjöt, ég held að ég verði eignlega bara að viðurkenna það að það var alls ekki svo slæmt, ég veit eiginlega ekki hverju ég á að líkja því við en já.. það var bara alls ekki slæmt!
vorum komin í Gigantium rúmlega 6 en þá áttu dyrnar að opnast, NB áttu! en það var einhver töf á því.. Tónleikarnir byrjuðu svo rétt rúmlega 8, við áttum miða í sæti en vorum flakkandi á milli gólfsins og sætanna okkar 🙂 Mér finnst það alveg ótrúlega fyndin minning að “moshpitturinn” hafi svotil eingöngu innihaldið fólk á aldur við foreldra mína 🙂 Can’t help it! fólkið sem var þarna, bara skemmtileg samblanda af ÖLLUM tegundum. Bob var búinn að breyta útfærslunum á sumum lögunum svo að hann “gæti” sungið þau *heh* við vorum reyndar alveg sammála um það að við þyftum að hlusta á m.a. “lay lady lay” sem fyrst til þess að lagið myndi verða leiðrétt í hausunum á okkur 🙂 karlinn er bara fyndinn 🙂 Tónleikarnir voru bara skemmtilegir 🙂 dáldið mikil breyting að fara á tónleika þar sem ekki ca helmingurinn er svo útúrdrukkinn að eina minningin sem þeir eiga af því að hafa farið á þessa tónleika sé miðinn (ef það).
Okkur fannst það líka frekar fyndið að þeir sem sáu um umferðarstjórnun á svæðinu voru allir merktir heimavarnarliðinu (*hah* það er þessvegna sem Björn Bjarna vill stofna þannig lið heima, svo hægt sé að nota það í gæslu á tónleikum) og svo voru nokkrir merktir MP (military police) en svotil engar venjulegar löggur á svæðinu.
Strákarnir ákváðu að kíkja á stemninguna á Jómfrú Önnu Götu en ég kaus að vera heima, hausinn á mér farinn að snúast vegna hávaðans og svo var einhver voða fúll kall sem hafði hertekið sætin okkar sem ákvað að stíga annsi fast á ristina á mér eftir að ég sýndi honum miðann sem sýndi fram á það að þetta væru sætin okkar 😛 fúll á móti!!!
Stuttu eftir að strákarnir komu heim og við öll komin í draumaheima vöknuðum við við það að hurðin á herb. var opnuð og ljósin kveikt með allskyns látum, haldiði ekki að einhverjir blindfullir Norsarar hafi ekki ruðst inn á okkur og reyndar haldið að þetta væri þeirra herbergi… vá hvað ég varð fúl, sem betur fer þá fóru þeir strax út um leið og þeir sáu og heyrðu í okkur.. röfluðu eitthvað um “the personell let us intú the rong rúm” *jeje*
Áður en við yfirgáfum Álaborg á sunnudeginum fórum við í safn sem heitir Marine eða eitthvað þannig, það er semsagt safn með allskonar dótaríi tengt sjónum.. m.a. er helling af bátum/skipum þarna sem eru auðvitað á “öllum aldri” og einn huge kafbátur sem öllum var heimilt að fara inn í og skoða svona eins og eina hæð.. frekar flott en vá ég gæti aldrei nokkurntíma farið í kafbátasiglingu *hrollur* alltof þröngt og dimmt eitthvað. Segja má að þetta hafi eiginlega verið saga Álaborgar í skipasmíði amk að einhverju leiti.
Næsta stopp var í Löveparken!!! jeij við vorum sennilegast síðasti bílinn sem keyrði inn í garðinn á þessu starfsári þar sem við vorum þar rétt fyrir kl 4 og kl 4 var hætt að selja inn í garðinn og garðurinn lokaði kl 5. En þetta var svaka gaman, rúnta í gegnum garðinn og rifja upp þegar ég keyrði þarna um fyrir 16 árum með mömmu og pabba. Ljónin voru voðalega spræk og tóku nokkra vel valda áflogatakta fyrir okkur 🙂 en mikið svakalega er Ljónskarlinn orðinn gamall og “grár”.
Fórum svo í mat hjá frænda SÖS og fjölskyldu hans sem búa ekki svo langt þarna frá 🙂 ég held að það hafi ekki verið gangandi heldur rúllandi hópur sem yfirgaf húsið þeirra til þess að keyra til Árhúsa að kíkja á Slauguna 🙂 Þó svo að stoppið hafi verið voðastutt þá var jafnframt voða gaman að sjá þig Slaugan mín 🙂 (btw er buin að kaupa miðana 😉 )
Vorum komin hingað heim rúmlega 1 í nótt… við getum alveg verið stolt af okkur, afrekuðum alveg ótrúlega mikið í þessari ferð og erum líka alveg grútþreytt eftir því 🙂
issssss getum sofið þegar við erum komin á ellismella heimili 😉
Gaman að lesa ferðasöguna og til hamingju með tívíið. Það voru fleiri en þið sem voruð vakin í morgunsárið því ég vaknaði “pling pling” við SMS frá Leifi kl. 6:eitthvað á laugardagsmorguninn! Gaman samt og ég sofnaði fljótt aftur! Kveðja – Ingamamma
P.S. Komuð þið ekkert við í Öer?
P.S.2 : Margir af smáhlutunum í hillunni minni eru einmitt keyptir í Ebeltoft – örugglega sömu búð!
nei gerðum það ekki, of margir staðir sem við vorum með á planinu að stoppa á og of lítill tími.
ég væri ekki hissa a því að það væri sama búðin þar sem LS talaði um að hann ætti eitthvað af dóti sem keypt var í þessari búð..
Þú segir, “Bob var búinn að breyta útfærslunum á sumum lögunum svo að hann “gæti” sungið þau” Hann gat aldrei sungið, vita laglaus eða hljóðvilltur, en fínn lagahöfundur.Lögin hans voru alltaf betri með öðrum en honum. Get samt vel trúað að þetta hafi verið gaman.
Vá! Ég varð alveg veik þegar ég sá þessa hillu. Mig langar rosalega í svona! Annars hljómar ferðin eins og algjör snilld. Frábært að geta skroppið svona. Lifi meginlandið!
pabbi, það er reyndar alveg rétt að hann geti ekki sungið enda ætti sungið eiginlegaq líka að vera innan gæsalappa
🙂
Ósk: mæli með því að kíkja á flóamarkaði 🙂 það var t.d. einn við lyngby storcenter í september, þar var þessi hilla einmitt keypt 😀 á innan við 50dkr 😀 sáum svona í Ebeltoft á 600dkr *heh* reyndar leit hún dáldið betur út en samt.. 😀
Búin að kaupa miða 🙂 – æðiflæðitækifæri 🙂