það er sniðugt hvernig allir detta inn á sama tíma.. Við vorum að telja næturnar sem sófinn hefur fengið frí frá því að einhver sé að nota hann.. síðan Lilja fór (10.okt) hafa liðið heilar 4 nætur sem enginn kúrir sig í sófanum yfir nótt.. fyndið.
Sigurborg og Robbi fóru heim í gær, þau voru búin að taka köben með trompi, vægt til orða tekið.. fengu hjólin okkar lánuð 2x til að fara niðureftir og skoða sig um.. bara sniðugt hjá þeim. Hittum þau eftir vinnu hjá mér í gær niðrí bæ til þess að kveðja þau og í leiðinni fundum við Guðmundu frænku og röltum aðeins um með henni og fengum okkur svo að borða saman. Notalegt að hitta frænku, smá svona mömmustaðgengill 😉
Guðmunda flaug svo heim í dag.. held reyndar að hún hafi farið heim í flugvélinni sem skilaði Sverri til okkar 🙂 jámm Sverrir er semsagt kominn til Holte og við ætlum að fara 3 saman á tónleika í Álaborg með Bob Dylan 😀 bara kúl! Semsagt nóg af gestum.. mér skilst að Liv Åse og Keli verði hérna svo um næstu helgi.. reyndar gista þau ekki hérna hjá okkur heldur verða á hóteli niðrí Köben, en ég ætla að kíkja á þau einhverntíma yfir helgina 🙂 það er nóg að gera 🙂
Vantar bara að mamma og pabbi geti komið… vonandi verður pabbi nógu hress í des til þess að þau geti komið til okkar í nokkra daga. Það var svo gaman hjá okkur fyrir 2 árum þegar við vorum hérna í jólativolí og að upplifa Köben í jólabúningnum.
jæja ég held að það sé kominn dálítill spenningur í okkur öll, roadtrip á næstunni 🙂 strákarnir að sjá eitt af sínum Idolum og svona, alltaf gaman að fara í smá ferðalag. Skemmir ekki að við fáum bíl á morgun og ætlum að nýta okkur það og fara í nokkrar verslanir og gera stórinnkaup! fylla frystinn og kaupa eitthvað af svona stórudóti sem er hundleiðinlegt að koma með heim í strætó. Hlakka til að fara á sjómannheimilið sem við SÖS fundum til þess að gista á *heh* hlakka til að sjá Dylan performa live, syngja eitthvað af þessum lögum sem LS er búinn að vera að spila fyrir mig undanfarin 2 ár 😉 gamanaðisu!
garg … öfu..nei, samgleðj … NEI ÖFUND! :p
Dagný og Leifur.
Ég þakka samverustundarinnar með ykkur í Kaupmannahöfn síðast liðinn miðvikudag.
Gott og hlýtt var að setjast niður og fá sér góðan og “hot” indverskan mat.
Liði ykkur sem best.