jæja Brynjar Óli & Lilja búin að yfirgefa okkur…
frábær helgi að baki.. ekkert smá notalegt að fá eina af mínum bestu vinkonum í heimsókn.. þið hinar vitið að sófinn er laus allar helgar í nóvember (enþá). Við náðum að kjafta heilan helling, fíflast helling í Brynjari, versla slatta.. skoða okkur um og láta Lilju falla fyrir umhverfinu hérna í Holte. Hún lýsti þessu svo vel þegar hún kom út úr lestinni á föstudaginn.. man það reyndar ekki orðrétt en hún var búin að tala um að það væri eitthvað svo mikið af fólki og erill niðrí Köben þegar við röltum eftir strikinu og yfir Ráðhústorg og svo þegar við stigum út úr lestinni inn í kyrrðina og náttúruna hérna í Holte þá bara “vá”, frábært að henni hafi litist jafnvel á þetta og okkur.
Eyddum síðasta deginum þeirra í að rölta um dýragarðinn.. ég er ekki frá því að við hin “fullorðnu” höfum skemmt okkur enn betur en litli gaurinn sem var sennilegast bara notaður sem afsökun fyrir að fara í dýragarðinn 😉 já ég held það barasta. En það að sjá viðbrögðin hjá honum þegar hann sá birnina “uhhh” og bend á fullu með þennan líka þvílíka undrunarsvip.. priceless!!! held að myndirnar lýsi þessu lang best. Er einmitt að fara í gegnum þær.. úr svo mörgu að velja.. Lilja fékk sjokk þegar ég sagði henni að fjöldinn væri kominn vel yfir 200 í gær þegar við vorum í dýragarðinum. Það síðasta sem við gerðum áður en við yfirgáfum dýragarðinn var að fara í svona “klapphorn” þar sem krakkar gátu fengið að klappa geitum og kiðlingum, held að það hafi átt að vera “hættuminnstu dýrin” eða eitthvað álíka bull.. Ég var nefnilega að sýna Brynjari að einn kiðlingurinn væri voða sætur og góður þegar kiðlingurinn tekur upp á því að fara að sjúga þumalputtann á mér.. jújú bara fyndið en svo finn ég að hann ætlar að byrja að japla á puttanum, já haldiði ekki að kiðlingurinn hafi BITIÐ MIG TIL BLÓÐS!!! án gríns!!! ég segji nú bara betra ég en barnið!
þau mæðginin urðu samferða mér í morgun, Lilja vildi ekki taka mikla áhættu þegar að því kom að taka lestina alla leið héðan niðrí bæ og skipta yfir í lest til Kastrup. Ætli hún hafi ekki verið komin upp á flugvöll um 4 tímum fyrir brottför! góð! o jæja hún hefur þá allavegana getað skoðað fríhöfnina þar alveg aftur á bak og áfram.. gefið guttanum að borða og verið þarna í rólegheitunum annað en þegar hún kom hingað til okkar.. held að flest hafi farið öfugt sem gat farið fyrir flugið í kef 🙂 ojæja þau komust hingað heil á höldnu og vonandi komust þau heim heil líka 😉
Takk elsku Lilja mín fyrir heimsóknina, æðislegt að fá ykkur í heimsókn.. hlakka til að sjá ykkur mæðginin um jólin 🙂
myndirnar eru í vinnslu… læt vita þegar ég er búin að setja hluta þeirra inn á netið 😉
OMG kiðlingur sem beit til blóðs?? er það hægt?
ég einmitt hélt ekki!!!!!!
en er með sár og vitni!
Ég elska þennan dýragarð! Við fórum þangað í október í fyrra með Sumarrós og ég er sko alveg sammála, veit ekki hvor skemmti sér betur, ég og Mio eða hún 🙂
heh, einmitt.. reyndar held ég að lilja vinkona hafi verið að fara í fyrsta sinn í dýragarð líka 😉 þannig að það var ekki minni skemmtun að fylgjast með henni 🙂