mér finnst hálf skrítið hvað fólk er að ráðast á Æsu fyrir það eitt að vera ekki sátt við vinnubrögð Eiríks hjá Fréttablaðinu…
Ég get ekki sagt að ég myndi vera sátt við það ef einhver myndi hringja í mig sama frá hvaða blaði viðkomandi væri & ég myndi neita viðkomandi um comment og svo myndi hann fara hingað og taka það sem honum sýndist til að nota sem mín comment… ég sé ekki alveg hvernig það virkar… annars kannski er ég þröngsýn því að það sem ég er búin að skrifa hér er opið hverjum sem er en það er bara leiðinlegt þegar verið er að rífa allt úr samhengi og þannig… æji á meðan þetta henntir mig ekki ætti mér þá ekki bara að vera sama ?
En ef út í það er farið þá veit ég það fyrir víst að ég hef marg oft commentað á viðskiptavini héðan en aldrei sagt ORÐ um það hver viðkomandi er bara commentað á viðkomandi… ætti þá ekki að vera svaka vesen gert úr því líka?? meina fólk er að koma með það að það eigi að ávíta hana almennilega af vinnuveitendum eða að það eigi jafnvel að reka hana fyrir þetta… hmmm dáldið hart að reka hana en jújú ekkert að því að tala við hana kannski en ég held að ég væri löngu búin að missa vinnuna ef þetta ætti að vera svona…. 🙂