ég held að ég sé búin að komast að því hversvegna er svona mikið af hundum hérna.. þ.e. ef sumir hafa ekki verið að reyna að ljúga að mér *Heh*
það var verið að ræða þetta í lestinni í gær á leiðinni niðrí Köben, þ.e. ég, Leifur, GunnEva og einhver kunningi bræðranna Helgi Þór, hvað það væri ótrúlega mikið um að rónar eða fólk sem liti amk út eins og rónar ættu hunda. niðurstaðan var sú skv kunningjanum sem ég veit ekki hvað heitir Helga að hérna í danmörkinni sé hægt að fá styrki fyrir voffa, þ.e. ef þú átt hund geturðu sótt um styrk til þess að geta keypt mat handa voffa og eflaust líka til þess að fara með hann til læknis og þessháttar nema að rónarnir gera það auðvitað ekkert heldur nýta þennan aur í meiri spíra og þar af leiðandi eru greyjið dýrin vanrækt og éta þann mat sem þau finna upp úr ruslinu.
fáránlegt!
ég hef oft haft það á tilfiningunni að það sé betra hugsað um hunda en börn þarna en ég hef ekki búið þarna og ekki heyrt þetta með rónana ! kannski satt ?
kv, HK
að sumu leiti væri ég ekki hissa á því.. hef reyndar lítið rekist á illahirta krakka, séð helling af illahirtum hundum niðrí bæ. Reyndar er fullt af flottum hundum hérna í nágrenninu, pottþétt margir þeirra með ættartré og þessháttar. væri amk ekki hissa á því.
Þetta er satt! Þeir fá hærri bistand, þ.e. fjárhagsaðstoð, ef þeir eru með hund, því þeir eiga að nota peningana í mat ofl. handa hundinum. Því miður er bara ekki alltaf sem það er gert!
Hann heitir Helgi Þór og var með mér í bekk í MS 🙂
Gunnhildur, oj mér finnst þetta lásí þar sem það er vitað mál að í alltof mörgum tilfellum er “styrkurinn” bara notaður í bús.
Takk Eva 😉