Við fengum okkar fyrstu heimsókn í gærkveldi frá Vibe og Dúddí (jeij ég fékk loksins að hitta Dúddí) 🙂
Þær komu rétt fyrir kl 7 með fullan bíl af dóti handa okkur, ekki amalegt 🙂 fengum sitthvort hjólið og sjónvarp!!! sjónvarpsskáp, 2 lampa og auka dýnu 🙂 þetta er barasta allt að koma hérna hjá okkur 🙂 *jeij* svo fáum við sendiferðabíl Pagunette lánaðan einhverntíma á næstunni og þá ætlum við að ná í dótið sem við keyptum af Herborgu & Bjössa 🙂 og förum í leiðinni í smá roadtrip 😉
merkilegt nokk þá vantar okkur bara 3 hluti núna og þá er ég sátt 😉 mig langar í stóla á móti sófanum og sófaborð (vorum ekki alveg sammála í IKEA hvaða borð ætti að kaupa) og svo ætlum við að kaupa okkur hillusamstæðu hérna inn í stofuna þá er ég sátt 🙂
þetta eru semsagt hjólin okkar 🙂 ég náði ekki alveg hvernig staðan er á hjólinu mínu (rauða) en Leifs er hjól sem Carsten á og Leifur fær að hafa í vetur 🙂 Mig langar svo að kaupa körfu á hjólið mitt.. verða ekta danskt hjól *heh* þá get ég hjólað um með vörur í körfunni *híhí*
jæja ég ætla að fara aftur út í sólina 🙂
btw ég er búin að setja inn myndir úr gönguferðinni.. m.a. af appelsínugulusniglunum *bjakk*
æðislegar myndir! 🙂 til hamingju með hjólin og annað innbú!
Glæsilegt ! Við Leifur höfum nú farið í ófáar hjólaferðirnar saman, hann getur eflaust sagt þér einhverja skemmtilega sögu frá því ! hehe