við fórum í dag upp í “hagstofu” og létum skrá okkur inn í landið.. sem er í raun ekkert merkilegt fyrir utan það að við vorum látin fá lista af nöfnum (og einhverjar smá aukaupplýsingar m.a. fæðingarár) og svo var sagt þið þurfið að velja ykkur lækni!
uh ok ég tók bara þá ákvörðun að velja fyrsta nafnið sem var með merkinguna “åben”, það þýddi sumsé að þessi læknir væri að taka við nýjum sjúklingum.
mér fannst þetta hálf fyndið.. að velja sér lækni eftir nafnalista á blaði… ok við erum semsagt komin með heimilislækni sem heitir því hrikalega óalgenganafni Christian 😉
gamanaðisu!!!
heiii…velkomin “heim” – til ykkar 😉
gott gott gott hvað allt lítur vel og fallega út hjá ykkur skötuhjúm – og ótrúlega gaman að fá að fylgjast með ykkur í myndum….
bestu kveðjur frá okkur mæðgum.. 😉
U&A
yer welcome…
mátt alveg meila á mig passw. á síðuna hennar önnu við tækifæri. dagnyasta at kjanaprik.is 🙂
kv
Dagný
Hehe. Við Einar spurðum skrifstofublókina hvaða læknir væri næst okkur og völdum hann 🙂 Eða.. hana. Einar fékk annars íslensku kennitöluendinguna mína svo hann man hana alltaf. Urrr.. Ég fékk einhverja glænýja sem ég kann ekkert.
haha, fyndið…
hlakka til að fá okkar, sem eftir því sem mér skilst ætti að berast í hús e-n tíma í þessari viku 🙂
okkar læknir er reyndar líka frekar nálægt okkur… enda er Holte ekki stórt svæði og ca 20 mín labb fyrir okkur í miðbæjarkjarnann… sem er ca jafnlangt og þegar ég labba heim á Framnesveginn úr bænum 🙂