jæja hvar á ég eiginlega að byrja?
mikið búið að gerast undanfarna daga.. tíminn líður hratt og allt að gerast í einu.
eftir frekar stutta nótt vorum við mætt út á flugvöll um 5 leitið með allar töskurnar okkar 6!! já okkur tókst að setja lífið okkar í 6 mismunandi stórar töskur, merkilegt hvað maður “þarf” að hafa með sér þegar maður flytur úr landi 😉 en við vorum svo heppin að við tékkuðum okkur inn ásamt Settu frænku og Kim hennar manni ásamt vinafólki þeirra þannig að heildar þyngd ferðalanganna 7 deildist niður og við þurftum ekkert að borga í yfirvikt *jeij*
lentum á Kastrup um 12 á hádegi að dönskum tíma… dáldið skrítið að vera í flugi þar sem ekkert er sagt þegar útsýnið er svona gott… ég er svo vön því að það sé sagt eitthvað um það ef það sést í land 🙂 en ég geri ráð fyrir því að þetta sé bara IE.
Þegar við vorum rétt komin út úr leigubílnum fyrir utan Vejledal var Kai (leigusalinn okkar) kominn út til þess að taka á móti okkur. Ferlega notalegur karl sem virðist allt vilja fyrir okkur gera sem hann getur 🙂 bara næs 🙂 settum töskurnar okkar bara inn á gang og fórum svo í sýnisferð
um húsið. Mér líst bara vel á þetta allt saman.. hlakka til að eyða þessum tíma hérna 🙂
þegar við vorum búin að henda töskunum okkar upp ákváðum við svo að fara í matvöruleiðangur, Kai hitti okkur þegar við vorum á leiðinni út og hann var svo næs að hann skutlaði okkur niðrí bæ… þ.e. miðbæ Holte 🙂 benti okkur á hina og þessa staði sem gaman væri að kíkja á seinna 🙂
Við vorum alveg uppgefin þegar við komum heim eftir bæjarferðina að við steinsofnuðum og klukkan var ekki einusinni orðin 6! ætluðum rétt að leggja okkur en neeeeeeeeeiiiiii vöknuðum ekkert fyrr en um 6 leitið morguninn eftir *heh* við höfum greinilega þurft á þessum svefni að halda 🙂
tókum semsagt daginn snemma og héldum auðvitað beint í IKEA mekka húsbúnaðarins. fundum ýmis húsgögn þar sem við bæði keyptum og létum okkur dreyma um. náðum allavegana að kaupa okkur rúm og náttborð, helling af smádóti (finn alltaf nóg af þeim þarna). Við þurftum reyndar að fara aftur í Ikea í gær þar sem snillingarnir sem afgreiddu okkur gleymdu að setja á pöntunarseðilinn að það væri selt aukalega eitthvað huge járnmillistk. sem í raun heldur rúmminu saman og dýnunni uppi!!! en það gerði ekkert til keypti bara meira af smádóti í þeirri ferð *heh*
Á laugardeginum fórum við líka í okkar fyrstu Tivolí ferð… bara gaman, löbbuðum um allt, sáum H.C. Andersen sýningu og nutum þess að vera saman. LS fékk reyndar nett flashback um tæp 20 ár þegar fjölskyldan var þarna á ferð ásamt Ásu ömmu hans, Gunnar á fullu í öllum tækjunum ásamt Skúla og Inga að rölta með Leifi og hinum 🙂 bara sætt.. Ég er alveg með það á hreinu að ég fer í einhver tækjanna þegar þið komið stelpur!!! LS vill ekki fara í rússíbanann og þannig (frat) held að hann viti of mikið um uppbyggingu rússíbananna og þannig *heh*
í gærkveldi fórum við svo að hitta Önnsku, Jim, Þorleif og ?Þór? gaman að hitta aðra íslenskumælandi (fyrir utan Jim sem er kanadamaður) þó svo að við séum alltaf að rekast á aðra íslendinga, amk heyra þá tala… sáum m.a. fjölskyldu í Tivolí sem var öll klædd í henson jakka.. róleg með það að vera 10 saman og öll í stíl!!! reyndar var það bara fyndið 🙂 Fórum út að borða á indverskan veitingastað sem heitir Bombay.. ekkert smá góður matur sem við fengum (amk ég og LS smakkaði ekki hina). nammigott förum eflaust þangað aftur.. þó svo að ég hafi gleymt að taka nafnspjald… skamm dagný.
Ég er búin að setja inn heimilisfang, símanúmer og nýtt skypenotendanafn á “hafa samband” síðuna
svo er ég líka búin að vera að henda inn eitthvað af myndum sem við höfum verið að taka yfir helgina, er á leiðinni út á lestarstöð að hitta Leif svo að við getum skráð okkur inn í landið (neiii danska “hagstofan” lokar kl 1 á föstudögum þessvegna gekk planið ekki).
kv
Dagný netsteliþjófur 😉
p.s.
takk fyrir allar kveðjurnar sæta fólk 🙂
Gangi ykkur vel úti 🙂
Snilld! æðislegt að sjá myndirnar.. ég kem á morgun! (i wish)
er nú alveg sammálla Leif að rússibanar eru bara rugl & vitleysa. Vonandi fer vel um ykkur þarna. bið að heilsa.
takk fyrir það fólk 🙂
ég ætla að reyna að halda áfram að vera duglega að bæði taka myndir og setja þær á netið… mun allt koma í ljós fyrr en síðar 🙂
Maggi, þið Leifur eruð rugludallar… rússíbanar eru bara skemmtilegir 🙂
Mér finnst þetta svo rosalega spennó hjá ykkur, má ég ekki bara flytja til ykkar líka???????? En Dagný, grínlaust … passaðu þig á rússíbönunum .. þeir heita ekki “banar” fyrir ekki neitt!!!!
inga steinunn: en eru þeir þá að bana rússum? :p
dagný: rússíbanar eru baaaara skemmtilegir! vííí
HAHAHA…er Leifur sumsé með sömu rússíbanafælnina og frændi hans??! …þetta gengur sumsé í ættinni. “veit of mikið um uppbyggingu” er bara yfirhalning… 🙂 Ég DÝRKA rússíbana og svona brjáluð tæki!! :):) kannski eru Ólsarar bara svona óhræddir…annað en þessir hólmarar….hmmm…hmmm..hmmm… 😉
hah, stelpur… sko rússíbanar eru bara adrenalín kick 😉 stundum er það bara stuð 🙂 annars já Inga Steinunn, ég veit að þeir geta verið hættulegir, en þar fyrir utan er ekki flest hættulegt í þessum heimi??
Arnbjörg, gæti verið að þetta sé tengt hólmurum! annars þá skilst mér að Gunnar sé ekki svona “antirússíbanamaður” spurning með Véstein? þurfum að kanna það!
Stefán er líka svona.. horfir á ryðguðu boltana og neitar að fara.
Ennnn.. þeir ættu að vita úr eðlisfræðinni að krafturinn sem virkar niður (í vagninn/sætið þá) er oftast nægur (þ.e.a.s. ef hraðinn er nægur) til að halda manni í sætinu þrátt fyrir engar festingar!! Þær eru bara upp á punt til að fólki líði eins og það sé öruggt í flestum tilvikum!
Æ gott að lesa að allt hafi gengið vel hjá ykkur og þið kominn “heim” þreitt og ánægð. hehe típpikal IKEA að segja ekki satt og rétt frá. En frábært að eiga erindi aftur svo maður geti fyllt á, ég hefði gert nákvæmlega það sama og keypt meira. he he he.
Annars fylgist ég áfram með ykkur á netinu éins og venjulega, knus og kram til ykkar, kv, Asta Lóa