mér finnst það alltaf jafn athygglisvert hvernig fólk túlkar orð og setningar sem aðrir skrifa á blogg. margir pæla ekkert í því hvað þeir eru að skrifa heldur henda bara einhverju inn án umhugsunar. Ég viðurkenni það alveg að ég hendi oft færslum hérna inn sem eru um eitthvað sem er mér ofarlega í huga og pæli ekkert í þessu.
Ég fékk um daginn komment við færslu sem situr alveg ofsalega í mér, ég les þetta bara á einn veg og það særir mig, mér finnst þetta komment sýna ýmislegt um kommentarann.. hinsvegar veit ég það að viðkomandi meinti ekkert illt með þessu… pottþétt skrifað af hugsunarleysi eins og margt annað. Hinsvegar þá gæti ég alveg trúað því að ég hafi verið sú eina sem las þetta komment á þennan veg.. þ.e. særandi. Ég er ekkert á því að aðrir hafi lesið það eins, sérstaklega ekki fólk sem þekkir mig ekki nema héðan og veit þar afleiðandi ekkert endilega hvernig t.d. fjölskyldustaða, vinnustaða, skólastaða whatever er. Einnig eru eflaust margir sem hugsuðu eins og kommentarinn 😉
Aníhú.. ég er sumsé enn sár út af þessu.. langrækin ég veit..
já.. lesskilningur er svo sannarlega misjafn milli manna. sérstaklega þykir mér merkilegt þegar fólk sem þykist þekkja mig fer að segja mér hvað ég var að meina með tilteknum færslum og tekur kannski allt beint til sín. ég er svo sem sek um að taka færslur til mín líka, en það sýnir bara enn á ný að lesskilningurinn er sko alls ekki alltaf sá sami og ritskilningurinn..
og ég skil vel að þú hafir orðið sár. *knús*
akkúrat maður tekur oft meira til sín en maður á hjá bara jóni jóns út í bæ.. eða vinum sínum.. skiptir ekki máli. þessvegna held ég að ég hafi samt verið ein af fáum sem tók þessu svona.. if you fatt me.
Vá. Ég veit alveg hvað þú meinar! Ég hef líka lent í svona. Ég hef líka lent í því að lesskilningur mótist á því sem ég veit fyrir um manneskjuna. Fékk einu sinni e-mail frá konu sem ég kannaðist við, sem var svona týpa sem var alltaf eitthvað að tuða þegar ég talaði við hana. Ég las yfir póstinn og husgaði: Oh.. hún er alltaf að tuða eitthvað. Svo las ég hann aftur og fattaði að hefði hvaða manneskja sem er önnur sent mér þennan póst, hefði ég ekki flokkað hann sem tuð.
Skrítinn heimur. Hei góða ferð til Köben annars á morgun! Endilega sendu mér e-mail eða eitthvað ef þú þarft einhverjar upplýsingar um e-ð sem ég hef t.d. nú þegar tæklað sjálf (kennitölu, húsgögn, staðsetningu á búðum, danskt gsm númer, lestakort o.s.frv.)..