fyrir ca 2 árum keypti ég jóladúk sem ég ætlaði mér alltaf að sauma.. einhverra hluta vegna datt hann neðst í saumadótskassann minn og þegar ég var að fara í gegnum hann núna áðan til þess að ákveða hvað og hvort ég ætti eitthvað af verkefnum til þess að taka með út fann ég hann 🙂
Ég og mamma fáum alltaf senda bæklinga frá Margaretha og ég fann dúkinn eða löberinn þar á einhverju tilboði 🙂 var svona aðeins að byrja að telja út í honum núna áðan, hef aldrei saumað neitt út þar sem ég þarf að gera ráð fyrir svo og svo miklu í frágang.. klukkustrengurinn hans BÓL var ekkert mál.. það þurfti bara að sirka út hve mikið pláss maður vildi hafa fyrir ofan og neðan og sauma svo saman og festa járnadótið í. Allavegana ætli þetta verði ekki það fyrsta “homemade” sem verður í íbúðinni.. í desember.. hef sterkan grun um það 🙂
birti myndir hérna síðar þegar það eru komin fleiri en 10 spor til merkingar í hann *heh*