Æj hvað ég er fegin því að það er föstudagur..
reyndar er það dáldið skemmtileg tilhugsun að þetta sé síðasti föstudagurinn minn hérna hjá SR, annað að þetta er síðasti föstudagurinn minn á klakanum í nokkra mánuði *úff* tíminn líður hratt.. ekki nema 7 dagar þar til við verðum komin í íbúðina okkar á Vejledal. verður spennandi að sjá hvernig hún er þó ég sé búin að fá myndir af henni þá er erfitt að gera sér almennilega grein fyrir því hvernig hún er uppsett.. það er ekki alveg það sama að sjá mynd og að sjá með eigin augum 🙂
Ég fór eftir vinnu í gær í heimsókn til konu sem kemur hingað í vinuna.. þessi kona hefur átt annsi erfiða ævi. Hún hefur sagt mér ýmislegt og það er greinilega eitthvað í mínu fari sem henni líkar þar sem hún talar oft og mikið um það hvað nærvera mín sé góð og að ég hafi hjálpað henni mikið þegar hún hefur komið hingað á þeim tíma sem draugar eru í heimsókn hjá henni (flott lýsing á því þegar þunglyndið hellist yfir, draugagangur). Ég veit ekki hvað ég hef gert fyrir konuna annað en að ég hef jú tekið utan um hana, brosað til hennar og reynt að vera almennileg við hana. Jú ég sendi henni póstkort frá Spáni því að ég lofaði því (reyni nú að standa við gefin loforð). Hún vildi endilega gefa mér eitthvað smá áður en ég hætti, hún er alveg rosalega dugleg í höndunum, saumar út, prjónar, málar og er ótrúlega dugleg miðað við allt saman. Allavegana hún saumaði út tvær litlar mjög fallegar myndir sem heita ástarenglarnir 🙂 þetta er gamalt munstur, saumað með brúnum þræði. ekta svona gamaldags, sérstaklega ef ég finn fallega viðarramma utan um þær 🙂
gaman að þessu.. en já föstudagur.. frí.. menningarnótt.. svefn..
Mig langar að sjá mynd af ástarenglunum 🙂
Alveg trúi ég því að þú hafir góð áhrif á þessa konu, það skín nú alveg í gegn hvað þú ert yndisleg skvís!
Vona að undirbúningur brottfarar gangi vel!
TGIF 🙂
æjhh….hvað maður á eftir að sakna ykkar !!! Eins gott að maður fái að koma sem fyrst í heimókn til ykkar ! ;o)
Linda; redda því minnsta málið 🙂
Elsa; *roðn* takk sæta 😉
Hulda: úps 🙂 *laga*
Sigurborg: auðvitað ertu velkomin í heimsókn hvenær sem þú vilt stelpa 🙂 og Robbinn líka 😉 verðum í góðu netsambandi milli heimsókna 😉 hvort sem það eru íslandsheimsóknir eða danaveldis 😀