jeij, ég er búin að tengja tölvuna við netið.. reyndar bara crappy símalínutenging því að mér er ekki að takast að fá ethernet tenginguna til þess að virka, ELMAR ertu til í að hjálpa mér að fá pabba gamla til þess að kaupa þráðlaust net frá símanum.. þetta gengur ekki *piff*
allavegna tölvan virkar svona líka glimrandi vel, verst að Leifur getur ekki verið memm í að skoða hana svona fyrst um sinn… ég er búin að vera að nota hana sem “millistykki” fyrir millifærslur frá iPodinum yfir á flakkarann, semsagt allar myndirnar mínar og alla þá tónlist sem ég hef sankað að mér *jeij* gaman 🙂
ég er voða sátt við þetta allt saman
oggggg fyrir þá sem vilja vita þá líður mér mun betur en í dag.. furðuleggur þessi kollur sem er fastur á herðunum á manni 🙂 stundum er maður bara alltof viðkvæmur gagnvart því sem aðrir beina að manni, geri mér alveg grein fyrir því en alveg eins og það er satt og rétt þá þurfa sumir að læra að aðgát skal höfð í nærveru sálar, alveg sama hvort það er sagt í beinum orðum til einhvers eða skrifuðum 🙂