þótt undarlegt megi virðast þá er ég ekki enn orðin stressuð yfir fluttningum sjálfum, ég hinsvegar er orðin stressuð og kvíðin yfir því að vera að yfirgefa ma&pa.. reyndar er stór ástæða þar á bakvið.. hún liggur í því að pabbi er að fara í meðferð vegna veikinda í næsta mánuði, hann verður óvinnufær svo til fram að jólum. og ég hin einstaklega góða einkadóttir ákveður að flytja út, ekki nóg með það að ég flytji frá þeim heldur er ég að fara til annars lands, hitt væri þó skömminni skárra og ég gæti auðveldlega fylgst með þessu öllu saman úr næsta húsi, þannig séð.
þetta flokkast kannski ekki beint undir stress heldur kvíða.. allavegana kvíði yfir því að pabbi sé að fara í þessa meðferð. ég veit það samt að þetta á allt eftir að ganga vel.. maður er samt alltaf hræddur við þetta orð sem veikindi hans bera. þegar þetta allt kom upp var mér reyndar tilkynnt að ég mætti ekki breyta mínum plönum.. hlýðna litla stelpan gerir það ekki, hlýði pabba gamla.
kannski er ég bara litla stelpan sem sat á berjalyngsþúfunni og hámaði í mig ber á meðan ma&pa tíndu ber í fat í kringum mig.. vantar öryggið sem í því felst að þau séu nálægt, amk ekki með haf og land á milli okkar. ég veit það reyndar að það er lítið mál fyrir múttuna mína að hoppa upp í næstu flugvél og koma til mín.. bara fylla ísskápinn af skyri handa pabba og nóg af ávöxtum þá er hann vel settur *glott*, það er hvorteð er ekkert sem bindur hana nema pabbi.. amk áður en meðferðin hefst og eftir að henni lýkur.
kannski er ég bara hrædd við það að þó svo að rannsóknir hafi sýnt að veikindi pabba séu bara staðbundin og “auðvelt” að laga að það eigi eitthvað meira eftir að greinast (think happy thoughts, it ain’t going to happen).
ég veit það vel að ég á ekki að hugsa svona, ég kemst bara ekki hjá því.. er soddan pabbastelpa, hrædd við veikindin hans þó svo að þau hái honum í sjálfu sér ekkert í dag.. þetta nafn veikindanna er bara svo óhuggnarlegt sérstaklega þegar maður er nýlega búin að missa einhvern úr veikindum sem bera sama nafn þó svo að það hafi verið allt annars eðlis.
Það er leitt að heyra að pabbi þinn sé ekki upp á sitt allra besta en ég er alveg handviss um að hann nái sér á nó tæm svo þú þarft engar áhyggjur að hafa! Og það er rétt sem þú segir ,,think happy thoughts” .. það gerir nefnilega kraftaverk að vera jákvæður og bjartsýnn!
*knús*
Sammála því að þú eigir að drífa þig út, en skil líka hvað þú átt við… Mundu bara að það er ekki langt að skreppa heim frá Danmörku!
Guð hvað ég skil þig vel, en maður á alltaf að hlýða foreldrum sínum. Hugsa að ég hefði aldrei getað flutt út eða að heiman ef ég hefði ekki átt systkini eftir heima 🙂 stefnan er reyndar tekin á að flytja aftur nálægt þeim, helst í sama hús!
Þetta er nú bara eitt ár, og styðst að fara til danmerkur.
mér finnst alltaf svo skrítið að tjá mig eitthvað í kommentunum þegar ég er búin að tjá mig við þig annars staðar..
ef maður er hændur að fjölskyldu sinni er alltaf erfitt að kveðja, en jafnframt, ef maður er hændur að fjölskyldu sinni, þá geymir maður hana alltaf í hjarta sér. æj, þú veist hvað ég meina… *knúúús*