úff..
ég skil ekki alveg forrit sem gefin eru út af stofnunum sem eru ekki með neinar almennilegar hjálparskrár.. meina eins og forritið sem ég er að vinna á, gefið út af TR, það er engin almennileg hjálparskrá með því.. það er einhver bæklingur hérna sem við fengum þegar það var gefið út fyrst (’01) og hann er aðallega með tæknilegum upplýsingum.. er það eitthvað sniðugt fyrir fólk sem þarf að læra á þetta ?
Ég er sumsé búin að vera að skrifa upp hérna hjálparskrá undanfarna daga.. sé fram á það að það á enginn eftir að kunna á þetta blessaða forrit þegar ég fer héðan þar sem ég er búin að vera að stúdera það undanfarin ár og well já er sú eina sem kann eitthvað á það, ekki er það neinum að þakka nema fiktinu í mér. Ég er búin að vera að skrifa svona “imbaproofed” skrá og er komin upp í 9 bls!!! og er rétt hálfnuð. Allar blaðsíðurnar innihalda línur sem eru svona “fyrst gerirðu þetta þegar það er búið þá gerirðu þetta, svo skaltu smella á enter”.. þetta er nú meira ruglið!
jæja ég get þó amk farið héðan með góðri samvisku um það að hérna sé til almennileg hjálparskrá þó svo að það þurfi víst að nota hana til þess að hægt sé að læra á kerfið ekki satt ?