Eftir vinnu í gær fór ég með litla græn á bílasölu Matthíasar (NB ég keypti hann þar á sínum tíma), kl var orðin dáldið margt þegar við kláruðum að skrá hann inn, rétt fyrir kl 6.
Fékk símtal núna kl 2 með tilboði sem hljómaði ágætlega, ég skaut inn gagntilboði, annað gagntilboð kom sem ég tók… það munar aðeins 10þ kr á þeim aur sem ég hafði gert mér hugmynd um að fá fyrir hann og ég fæ fyrir hann, *jeij fyrir því*
Mér finnst þetta alveg ótrúlega skrítið, ég keypti bílinn 20 ágúst 2002 og er að selja hann í sama mánuði 3 árum síðar..
til hamingju með söluna!
litla græns verður saknað 🙂
ó já 😥
margar góðar stundir í honum 🙂
t.d. útilegan 2003 nema að þá var hann kallaður græna þruman *heh*
Til hamingju með söluna, gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því 😉
Góða helgi!!
takk takk 🙂
já einum hausverki færra 🙂