yndisleg helgi að baki.. Þórsmörk var bara kósí.
– tjölduðum í Básum, inn í miðju rjóðri.. tjaldið mitt týndist eignlega í náttúrunni.. féll svo vel inn í allt saman, bara yndislegt.
– gengum yfir í Langadal á laugardeginum, tókum eftir bíl sem virtist eiga í vandræðum í Hvanná, LS tók á sprett og lét vita af því að bíllinn væri fastur í ánni… löbbuðum til baka og fylgdumst með því þegar traktorinn dró bílinn upp og hjálpuðum fólkinu aðeins við að tæma bílinn af vatni og svona skemmtilegt dótarí. Ég viðurkenni það alveg að mér er ekkert sama þegar keyrt er yfir ár en vá hvað kallinn var hræddur, þ.e. karlinn sem tengdist bílnum sem festist ekki kallinn minn 😉 Málið var víst að hann er hrikalega vatnshræddur, fór út úr bílnum og ætlaði að vaða yfir á meðan frúin keyrði yfir Hvanná, gekk ekki betur en svo að konugreyjið festi bílinn. Töluðum heillengi við þau og komumst að því að þau eru Belgar 🙂 endaði með því að þau komu inn í Bása til okkar þar sem hana langaði ekkert svakalega til þess að keyra yfir aðra á sem var Krossá.
– kíktum á varðeld um kvöldið og hlustuðum á krakka syngja ýmis lög við misgóðar undirtektir hina fullorðnu, frekar fyndið.
– á sunnudeginum ákváðum við að halda heimleiðis aðallega svo við gætum notað helgina í þarfari hluti líka 😉 sbr. danadót 🙂
– stoppuðum reyndar í góðan tíma í sumarbústaðnum hjá foreldrum Gísla og spjölluðum þar við Gísla og Árna.
-yndisleg helgi, takk fyrir mig sæti 😉