Ég trúi því varla að það vanti rétt tæpan mánuð upp á að það séu 3 ár síðan ég eignaðist litla græn.. frábær lítill bíll, ekta stelpubíll 🙂
Trúi því varla heldur að ég sé að fara að selja hann.. er alltaf að fresta því einhvernvegin að fara með hann á sölu eða e–ð… mig langar ekkert að selja hann 😥
Ívar sem er að vinna með pabba sagði að ég ætti bara að smella honum í fréttablaðið.. hann ætti að “skotseljast” þar sem þetta er:
a) smábíll
b) lítið keyrður miðað við aldur
c) bara 2 eigendur
d) ekkert tjón
æji blöh, ég þarf víst að pæla í þessu.. næsta skref er reyndar að skipta um númeraljósin og peru í öðru afturljósinu 🙂 þá er ekkert að vanbúnaði til sölu *dæs*
Er að gæla við það að smella bara ca verði á hann sem ég sé á vef Bílgreinasambandsins og henda inn auglýsingu í fréttablaðið eins og Ívar mælti með..
veist þú um einhvern sem vantar bíl ?
sendu mér þá meil á kjanaprik hjá kjanaprik.is og ég skal senda þér/viðkomandi upplýsingar um bílinn 🙂
..æi – þarftu að selja barnið! Hefur alla mína samúð litla gæs 🙂
*Heh* já.. það er víst not fyrir þennan aur sem er bundinn í honum..
verð bara að finna gott heimili handa honum 🙂
Veit nú reyndar ekki um neinn sem vantar bíl í augnablikinu en það vill svo skemmtilega til að ég á einn bláan voðalega sætan sem ég þarf einmitt líka að selja 🙁 Langar ekkert voðalega til þess þar sem mér finnst bíllinn minn alveg æði en eins og þú þá vantar mig einmitt peninginn sem ég á í honum.
einmitt,
gott ef við verðum ekki bara í samkeppni við að selja þá *Hah*
báðar með polo 🙂
Hvernig bíll er þetta? Við erum svona rétt að byrja að huga að bílakaupum 🙂 Mátt endilega senda mér info takk!
Sportbílið mitt er að deyja og þar sem minns er hættur við flutning til Dk þá vantar sjálfrennireið á heimilið…
Linda you’ve got mail 🙂
jæja davíð.. fyrst að þú hefur áhuga þá hækkar prísinn umtalsvert.. meina ertu ekki að fara að verða Útvarpsstjóri ?!?
Ææææmar, læt þá bara RÚV redda mér bíl… ætli þeir geti ekki reddað mér Brúðubílnum?!
*HEHE* Góð spurning.. en að sjálfsögðu færðu hann á “réttu” verði verði ekkert úr þessu *Hehheh*