ég fór með Tengdó á skátamótið á Úlfljótsvatni í dag. Ekkert smá frábært veður sem Skátarnir hafa fengið á þessu móti sínu 🙂 það er barasta búin að vera glampandi sól allan tímann og er spáð eins á næstunni 🙂 snelld!!!
Við vorum komnar á svæðið um 4 leitið og röltum um allt saman, Inga (gamli skátinn) var alveg með fiðringinn í maganum að skoða allar merkingarnar á svæðinu.. enda allir skátaflokkarnir búnir að hanna svona flott merki fyrir flokkinn sinn svona til þess að merkja þeirra tjaldbúðir.
Mér skilst að það séu svo veitt verðlaun fyrir flottasta svona “merkið”. Fullt af sniðugum útfærslum þarna, enda mikið af ólíku fólki 🙂 ma voru Írar þarna og auðvitað voru þeir með Írska Búálfa til þess að merkja sitt svæði 🙂
Fundum Sigurborgu þegar við vorum búnar að rölta dáldið um á svæðinu og hún fór með okkur yfir svæðið aftur 🙂 sýndi okkur líka litla dýragarðinn sem sumarbúðirnar eru með, 3 lömb, 2 kálfar og svo hesturinn Mjallhvít 🙂 svaka sniðugt. Fylgdumst líka með Robba & Danna klifra upp og niður klifurturninn.. ég get svo svarið það Robbi er eins og ormur þegar hann er að príla þarna upp.. kattliðugur, gaman að fylgjast með honum príla þarna 🙂
Fylgdumst með kvöldvökunni/varðeldinum áður en við héldum af stað í bæjinn.. dáldið sniðugt hvernig margir á svæðinu gjörþekktu öll lögin og hreyfingarnar við hvert lag. t.d. voru nokkrir einstaklingar sem sátu fyrir framan okkur sem voru með þetta allt saman alveg á kristaltæru. Gaman að fylgjast með þeim.. Í lok kvöldvökunar átti að vera flugeldasýning.. eða ekkert átti það var flugeldasýning.. ein sú flottasta sem ég hef nokkurntíma séð *glott* já eða ekki séð.. það var komin svo mikil þoka yfir svæðið að það sást ekki nokkur skapaður hlutur.. ég verð víst að viðurkenna að þetta hafi verið flottasta flugeldasýning sem ég hef nokkurntíma hlustað á 🙂
Takk fyrir daginn Inga mín, þetta var voða notalegt 🙂
ætli mottóið gildi líka fyrir platskáta og alvöru skáta ? *heheh*
btw ég er all svaðalega rauð í framan, á bringunni og á herðunum.. var líka með svartar tær þegar ég kom heim.. en það breyttist eitthvað þegar ég fór í sturtu, skrítið? 😀
Takk fyrir að koma með mér Dagný mín. Þetta var frábær dagur.
það var nú hið minnsta mál og bara gaman að því að kíkja út fyrir bæjarmörkin með þér 🙂
þótt ég kunni ekkert í þessu skátadóti þá skemmti ég mér vel 🙂
lærði amk að heilsa að skátasið 🙂