úff púff loksins smá frí 🙂
Ég naut þess líka all svakalega að sofa lengur en til 7:30 *lúxus*
ætla að fara út á tröppur á eftir og hlusta á Trabant (& eitthvað fleira) og njóta sólarinnar í smá stund.. fljótlega eftir hádegið er nefnilega planið að rúlla austur á Úlfljótsvatn og vera platskáti í smá tíma með tengdó (sem er reyndar enginn platskáti, bara “gamall” skáti) og auðvitað heimsækja hana Sigurborgu í vinnuna 🙂 það er víst alþjóðlegt skátamót í gangi á Úlfljótsvatni þessa dagana.. og svokallaður “opinn” dagur eða “heimsóknar” dagur í dag.. eða eitthvað svoleiðis.
Mamma og pabbi fóru hinsvegar Norður í Skagafjörð að hitta krakkana sem eru þar á vegum Unglingaskipta Lions.. hefði getað farið með þeim líka.. það var reyndar líka dáldið freystandi þar sem þau voru að spá í að keyra jafnvel hálendið í bakaleiðinni.. langar bara aðeins meira að sjá hvað er svona heillandi við þetta hjá Sigurborgu að hún sé til í að vera þarna aftur í ár 🙂
aníhú, njótið góðaveðursins 🙂
og til hamingju með brúðkaupsdaginn Adda & Halli (ekkert smá fallegur dagur sem þau fá)