í gær var ekta sumardagur, ótrúlega gaman að sjá hvernig mannlífið í miðbænum breytist. Fullt af fólki út um allt 🙂 æðislegt.
Fór beint eftir vinnu í gær til Iðunnar og við tvær röltum niður Laugarveginn, niðrá Hverfisgötuna og fórum í biðröð við Regnbogann til þess að nálgast miða á The Long Yard (í boði bíó.is). Röltum svo aftur yfir á Laugarveginn og nutum góða veðursins.
Fundum sæti fyrir utan Vegamót og sátum þar í frábæru veðri yfir kvöldmatnum okkar 🙂 röltum svo niður á Austurvöll til að skoða myndirnar og sjá allt fólkið sem var að spóka sig um á Austurvelli.. kíktum svo í Ísbúðina á Ingólfstorgi og röltum að lokum í bíó 🙂
Ég elska að vera í bænum í svona veðri 🙂 það er eitthvað svo mikil stemmari sem kemst yfir allt og alla 🙂
takk fyrir daginn/kvöldið snúllz 🙂
oh takk sömuleiðis! þetta var frábær dagur.. það var sko sumar þann 19. júlí 2005
algerlega!