75 daga fangelsi fyrir að hóta meiðingum í SMS-skilaboðum
Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í 75 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hóta með tveimur SMS-símaskilaboðum í fyrrasumar að ganga í skrokk á manni.
Maðurinn sendi boðin úr farsíma sínum og hótaði annars vegar að ?ganga frá” kæranda málsins og hins vegar að ?stúta” honum. Tólf dögum síðar áréttaði hann hótanirnar.
Dómari ákvað að taka tillit til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn framdi brotin í geðshræringu eða reiði vegna þess að unnusta hans kunni að hafa komist í mikið uppnám skömmu fyrir brotið eftir samskipti við kæranda málsins, sem hún hafði grunað um kynferðislegt ofbeldi gagnvart sér. Sagði hann þó að það réttlæti ekki verknað ákærða.
Fullnustu 75 daga fangelsisrefsingarinnar var frestað um tvö ár og fellur hún niður að þeim tíma liðnum haldi hann skilorðið. Maðurinn var dæmdur til að broga allan kostnað sakarinnar, þar með talda 40.000 króna þóknun verjanda síns.
stolið af MBL.IS
ég hef bara eitt um svona nokk að segja… MIKIÐ VAR!!